Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 29

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 29
HVERNIG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TIL? 123 VIII Síðasta æviárið bjó Jónas í Höfn við miklu daprara hag. Rúmum mánuði fyrir andlát sitt skrifar hann — í síðasta bréf- inu, sem til er frá honum: „Lægi alténd vel á mér, gæti ég sjálísagt ort betur.“ Og rétt eftir fráfall hans talar Finnur prófessor IMagnússon um „það heilsuleysi og eins konar sinnisveiki, er hann á síðustu árum ævi sinnar hafði við að stríða.“ Mikið myrkur hefur því oft grúft yfir huga þess manns, er hefur ort fallegar um sumar og sól en flest önnur íslenzk skáld og einna mestri birtu brugðið inn í hugskot þjóðar- innar. Verða nú aðeins fá sköpunardæmi nefnd frá leiðarlokunum. Fyrstu sonnettu á íslenzku hafði Jónas ort í Sórey, Eg bið að heilsa (Nú andar suðrið sæla). „.4 nýársdag 1845“ kallar dr. Matthías Þórðarson aðra sonnettu og merkilegt kvæði, sem er að vísu fyrirsagn- arlaust í eiginhandarriti, en virðist ort við upphaf síðasta æviárs Jónasar og líklega á nýársdag. Það er nokkuð fjarrænt og þó persónulegt — og er holl hugleiðing þeim, sem telja Jónas yfirborðslegan og grunnan: Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skinu hreinu; mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér og unir lágri jörðu og þvkir ekki þokan voðalig. Ég man þeir segja: „Hart á móti hörðu,“ en heldur vil eg kenna til að lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei, af níði. Eitt er það því, sem Jónas vill varðveita um fram allt: Það er hugur sjálfs hans, sem hjartað verndar. Hann vill ekki herða sig svo mjög gegn hörku heimsins, að hann glati tilfinningum sínum og þar með sjálf- ræði sínu og einstaklingseðli. Heldur vill hann kenna til og bíða andstreymi. Með þeirri trúarjátningu á gildi tilfinningalífs- ins heilsar hann síðasta ári síriú. IX Síðasta kvæði Jónasar, sem hann yrkir mánuði fyrir andlát sitt, er Leiðarljóð til Jóns Sigurðssonar, sem sérprentað var og flutt Jóni forseta í kveðjusamsæti í Ilöfn, áður en hann fór til að sitja hið fyrsta al- þingi í Reykjavík eftir endurreisn þess. En Jónas hafði, sem kunnugt er, viljað hafa það á Þingvelli, þar sem Jón Sigurðs- son hafði barizt fyrir Reykjavík sem al- þingisstað — og koma hér bæði fram virð- ing fyrir Jóni Sigurðssyni og sár vonbrigði um þingsetrið, undarlegur samleikur sigur- gleði og biturleika. I þessu dróttkveðna kvæði er kveðandi á fáeinum stöðum ábóta- vant, og þótt ofmælt sé hjá Gröndal í Dægradvöl, að Jónas væri allur í form- inu, þá benda slíkir agnúar hjá því lista- skáldi til þess, að kvæðið hafi verið ort í nokkrum flýti fyrir samsætið — jafnvel enn fremur en kvæðið til Gaimards: Þú stóðst á tindi Heklu hám — og það hafi ekki hlotið fullnaðargerð. Þessa smávægi- legu forinhnökra, sem menn taka varla eftir við fyrsta lestur, er einmitt helzt að finna þar, sem Jónasi er mest í muna: í Ijúfum náttúrumvndum — sem hann bregð- ur upp sem andstæðum við Reykjavíkur- mölina — og hneykslun á þingstaðarvalinu: Breiðir kvöldið blíða bláan yfir sjáinn Ijósa blæju, hýsa hængir í marsængu. Hunangsfluga holu hyggin marga byggir.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.