Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 32
126
HELGAFELL
Jónas skynjaði náttúruna af' fágætum
næmleika, og af snilli sinni gat hann seitt
inntak hennar eða anda fram í kvæðum
sínum til þeirrar fullnustu, að við verðum
þessarar æðri skynjanar aðnjótandi, líkt
og hann segir i Kveðju til Thorvaldsens:
Veitti þér fulla
fegurð að skoða
himna höfundur,
heimi veittir þú.
Þetta persónulega samband eða þessi til-
finningatengsl Jónasar við náttúruna virð-
ast stundum nálgast algjöran samruna, þar
sem sál hans verði eitt ásamt með nátt-
úrunni og hann hljóti við það álíka unaðs-
kennd eða hugljómun og fylgir æðstu upp-
hafninu. Og þó er þessi forklárun Jónasar
gjörsneydd allri dulrænu, að minnsta kosti
eins og hún birtist okkur, allt ljóst, heið-
ríkt, einfalt, barnslegt. En þessi nána sam-
kennd eða samvitund við náttúruna birt-
ist m. a. á hrífandi hátt ’í Hulduljóðum
og í sálminum A sumardagsmorguninn
jyrsta Í8Jj2:
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá . . .
Við skaparann:
Vorblómin, sem þú vekur öll
vonfögur nú um dali og fjöll
og hafblá alda og himinskin
hafa mig lengi átt að vin.
Faðir lífsins vakti þau, — þau vöktu ljóð
Jónasar.