Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 35
SOLON:
Parkinsons lögmál
I alvarlegum umræðum um vandamál
þjóðfélagsins undanfarið rekst maður sífellt
á skírskotun til nýs lögmáls, sem nefnt er
Parkinsons lögmál. Ekki má lengur hjá líða
að kynna Islendingum þessa merkilegu fræði-
kenningu, sem ekki er slður frumleg en
kenningar þeirra Malthusar og Marx voru
á sínum tíma. Hún hefur það einnig fram
yfir þessar gömlu kenningar, sem nokkrir
fávísir menn trúa á enn í dag, að hún er
í fullu gildi á vorum tímum, enda hvort
tveggja í senn, splunkuný og hámóðins.
Parkinsons lögmál fjallar um eitt helzta
einkenni nútímans, skriffinnskuna og skrif-
stofubáknin, sem eru eins og krabbamein,
sem breiðist látlaust út og étur upp hina
heilbrigðu, starfandi vefi þjóðarlíkamans.
Og Parkinson hefur sýnt fram á það, hvers
vegna skrifstofubáknin hljóta að stækka
stöðugt vegna innri raka, en geta aldrei
minnkað.
Fyrsta reglan, sem liggur til grundvallar
Parkinsons lögmáli, hljóðar svo: „Hvert verk
tekur ætíð allan þann tíma, sem til ráðstöf-
unar er til að ljúka því." f þessari einföldu
athugun felast mikil sannindi. Margir hafa
vafalaust veitt því athygli, að menn, sem
eru hlaðnir störfum, virðast alltaf hafa tíma
aflögu. Hins vegar hafa iðjuleysingjarnir
aldrei tíma til neins. Hefðarfrú, sem ekkert
hefur fyrir stafni getur hæglega eytt heilum
degi í það eitt að skrifa og senda póstkort
til frænku sinnar í útlöndum. Einn klukku-
tími getur farið í að finna gott kort, annar
í að leita að gleraugunum, hálftími í samn-
ingu og tuttugu mínútur til að ákveða, hvort
nauðsynlegt sé að hafa regnhlíf á leiðinni
í pósthúsið. Verk, sem önnum kafinn maður
hefði lokið áreynslulaust á þrem mínútum,
gæti þannig kostað aðra manneskju dag-
langt erfiði, áhyggjur og efasemdir.
Af þessu leiðir svo, að ekkert ákveðið
hlutfall er til á milli afkasta og þess tíma
eða mannafla, sem þarf til að vinna verkið.
Lítil verkefni þurfa alls ekki að leiða til þess,
að menn hafi meiri tíma afgangs eða þurfi
að sitja auðum höndum, sérstaklega ekki,
þegar um skrifstofustörf og önnur „andleg"
störf er að ræða. Verkið, sem vinna þarf, vex
í meðförum og verður eftir því flóknara og
umfangsmeira, sem tíminn er lengri, sem
eyða má í það.
Stjómmálamenn og þá einkum kjósendur
lifa í þeirri trú, að sívaxandi fjöldi opin-
berra starfsmanna sé sönnun þess, að verk-
efnin séu að sama skapi vaxandi. Háðfuglar
munu hins vegar segja, að af auknum fjölda
starfsfólks leiði það eitt, að allir hafi enn
betri tíma en ella til að lesa blöðin og tala
í símann við kunningjana. Báðir hafa rangt
fyrir sér. Sannleikurinn er sá, eins og Parkin-
sons lögmálið sýnir, að ekkert samhengi
þarf að vera á milli fjölda embættismanna
og þeirra verkefna, sem þeir hafa með hönd-
um. Fjöldi starfsmanna mundi vera sá sami
og erfiði þeirra jafnmikið, hvort sem verk-
efnin eru meiri eða minni og jafnvel, þótt um
engin raunveruleg verkefni væri að ræða.
Hér er ekki hægt að fara út í hinar tækni-
legu hliðar þessa máls eða hinar stærð-