Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 38

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 38
132 HELGAFELL UNDIR SKILNINGSTRÉNU Jarðýta tryllist Gömul torfliús brunnu í Langadal. Blönduósi, 5. ágúst. — Fyrir nokkrum dögum bar svo við, er vörubílstjórar, sem voru að koma frá Akureyri árla morguns, óku fram hjá Botnastöðum í Langadal, cn sá bær er rétt hjá hinu nýja félagsheimili í Bólstaðar- hlíð, að þeir sáu reyk mikinn leggja upp úr húsum. Fóru þeir þangað heim og var þá kviknað í fjósi og hlöðu þarna. Eru þetta gömul torfliús. Tókst þeim að ná kúnum út við illan leik, en fólk var ekki á bænum, þar sem það býr nú í félagsheimilinu. Gerðu þeir síðan aðvart, og kom fólk á vettvang, þar á með- al með jarðýtu og réðst hún á húsin og sópaði þeim saman, tókst að bjarga heyinu að mestu. Ttminn 10/8 '57. En væri hægi að fá upplýsingar um skólagöngu hermannsins? Eins og lesendur rckur eflaust minni til, sakaði brezk menntakona bandarískan hermann af Kefla- víkurflugvelli um að hafa nauðgað sér hinn 12. júlí Flest er íhaldinu eignað Demokratinn Ptoxmire vann sæti Macarthys í Wis- consin glæsilega. Proxmire cr frjálslyndur demókrati, sem tekur við af hinum há-íhaldssama Macarthy. Alþbl. 2p. seft. '57. Fullt eins ófærir, kannske Ekki mun neitt mannfall hafa orðið í liði soldáns og tekið er fram, að enginn brezkur hermaður hafi fallið enn í þessum átökum, en nokkrir orðið ófærir af öðrum orsökum. Timinn, 10/8 '57. Óþarfa geðvonzka Hæfður í hnakkann. Sir Cecil Sugden og herráðs- foringi hans, Cooper hershöfðingi, komu rétt fyrir kl. 11. Mannfjöldinn hélt, að sir Cecil væri Speidel hershöfðingi og byrjaði að hrópa til hans og kasta grjóti að honum. Einn steinninn hæfði sir Cecil í hnakkann. Hann meiddist aðeins lítillega, en var greinilega mjög reiður, segja sjónarvottar. Mbl., iojio '57. Hvernig væri að reyna að kalla hann bara Jón? Neil Mceloyr skipaður landvarnaráðherra Banda- ríkjanna. Washington—NTB 7. ágúst. Tilkynnt var í Washington í kvöld að Neil Mcelroy hefði verið skipaður landvarnaráðherra Bandaríkjanna í stað Charles Wilson, sem lætur af störfum. Maclory er eigandi sápuverksmiðjunnar Proctor and Gamble og cr mjög þekktur kaupsýslumaður. Elann hefir lítið látið til sín taka í stjórnmálum. Timinn, 8/8 '57. (Leturbr. Helgafells) Skemmið ekki blómin og ,,Nuorena nukkunut", sem á sænsku og dönsku hefur verið gefin út undir nafninu „Silja“, eftir aðal- persónu skáldsögunnar, en titillinn þýðir eitthvað í þessa átt: Stúlkan, sem lagði sig til hvfldar á blóma- skeiðinu. Bjarni M. Gíslason: itm finnskar bókmenntir. Timinn, 14/8 '57. Eða jafnvel láta hana út úr sér Að hrósa náunga sínum á réttri stund er engu síð- ur vandasamt en að gera honum eða henni skiljan- legt að eittlivað sé ekki í lagi. T. d. cr alls ekki sama hvernig eða hvenær er sagt við kaffiborðið hjá vin- konunni að kökurnar hennar séu góðar. Það þarf í fyrsta lagi að vera búið að smakka á þeim og í öðru lagi ber þess að gæta, að það cr mun áhrifameira að biðja um uppskrift að kökunni og meina það, en að hæla henni einhver ósköp og meina ckki orð af því sem sagt er. Alþbl., Kvennaþáttur, 6/11 '57. Gott kjöt í sæluríkinu Kjötið verður betra þegar dýrið deyr með ánægju. Þjóðv. i/9 '57. Á gullaldaríslenzku, já Hið sálarlega viðhorf. Þar er úr vöndu að ráða að umhverfa ljúfum minn- ingum um eftirláta vinkonu, sígarettuna í andúð og viðbjóð. Höfundur telur sér vel hafa reynzt að inn- prenta skjólstæðingum sínum að nefna vinkonuna nýju og rökréttu heiti, „cancerette", en það mundi vera á íslenzku krabbaretta. Frjáls þjóð, 24/8 '57. En Alþýðublaðinu ógnar ekkert? Eftir lenginguna var svo leikritið frumsýnt í London í fyrra. Bannað var að sýna það opinberlega þar, ástæðan mun vera að kynvilltir karlmenn kyss- ast á sviðinu, en Bretum kvað þykja það ósiðlegt. Alþbl. 28/9 '57.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.