Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 40
134
HELGAFELL
J. Á. ber ungum höfundum á brýn tvær
ódyggðir. Annarsvegar ofmikla fágun
máls og stíls, hins vegar tilhneigingu til
„skrípaláta", sem orki á almenning „eins
og geðveiki eða argasti prakkaraskapur".
Og hvort tveggja telur hann þróast af ónóg-
um kynnum af alþýðunni, „hversdagsleg-
um körlum og kerlingum", hjartalagi þeirra
og menningu. Við þessar niðurstöður virðist
mér tvennt að athuga. I fyrsta lagi sé ég
ekki betur, en að flestar þær bókmenntalegar
nýungar, sem mest ber á í skáldskap ungra
höfunda á Islandi, séu tilraunir með efni
fremur en form (enda þótt sum ljóðskáldin
hafi tekið að fara nokkuð frjálslega með
stuðla og hætti og lagt þá jafnvel niður). Er
ekki sagan, sem Jónas vitnar til, einmitt
dæmi um þetta, sem kalla mætti efnisbylt-
ingu, úr því að búið er að smíða orðið form-
byltingu? I öðru lagi held ég, að hina yngri
höfunda skorti yfirleitt fremur form- og stíl-
fágun en að hún standi þeim fyrir þrifum.
Ég hélt það færi varla milli mála, að þorra
ungra höfunda brysti miklu fremur festu í
skáldskapartækni sinni og kunnáttu í íþrótt
sinni heldur en alþýðlega menningu og gott
hjartalag.
Af kunnáttuleysi stafar stundum tilgerð
eins og Jónas bendir á, en tilgerð í stíl ungra
höfunda á eflaust líka að nokkru rót að
rekja til vaxandi íslenzkukennslu í skólum,
sem er harðleikin bæði við alþýðumál og
listhneigð til máls.
Hvað sem veldur, vill alþýða ekki lesa
hina yngri höfunda. En það eru fleiri höf-
undar, sem alþýðu manna er lítið gefið um,
samanber t. a. m. þessa athugasemd úr
Morgunblaðinu 18. okt. s.l. úr grein eftir
Ragnar Jóhannesson, gagnfræðaskólastjóra
á Akranesi: „Hér, þ. e. í efsta bekk gagn-
fræðadeildar, gefst tækifæri til að kenna
unga fólkinu að lesa íslendingasögumar,
sem varla nokkur unglingur lítur í ótilkvaddur
nú orðið." Sú tortryggilega skólahugsjón að
„kenna" ungu íslenzku fólki að lesa íslend-
ingasögur skal liggja milli hluta. En varla
fráfælast börn alþýðumanna á Akranesi eða
annars staðar fornsögurnar fyrir innihalds-
laust form eða „skrípalæti", þó að ýmsir
furðulegir hlutir gerist þar og ein fornhetja
a. m. k. hafi á tímabili gengið með hausinn
undir hendinni. En að þessum upplýsingum
fengnum væri fróðlegt að vita, hvort ung-
lingar í gagnfræðaskólum eða félagar J. Á.,
sjómennimir, lesa Halldór Kiljan Laxness
eins og borgarar í Reykjavík hafa löng-
um gert. Ég er hræddur um, að við verð-
um að þola þá vondu staðreynd, að á þess-
um tímum almennrar lestrarkunnáttu er uppi
hér á landi eins og annars staðar fjöldi les-
andi manna, sem kærir sig ekki um bók-
menntir. Glæparitin virðast seint og um síðir
hafa, að sínum hætti, fyllt það skarð, sem
verður í lestrarefni þjóðarinnar, þegar rím-
urnar og guðsorðið falla úr fatinu, og
aldrei hefi'r verið með öllu fullt síðan. Eitt
af því, sem íslenzkar bókmenntir skortir er
læsileg meðalmennska.
En eftir á að hyggja. Skyldu sorpritin vera
alveg eins slæm og af er látið? Félagar J. Á„
sjómenn á síldarskipi, voru mjög hrifnir af
þeim. „Þetta væri lífið," sögðu þeir um
gleðisögumar. Ég læt þá staðhæfingu
ósnerta, en samt er mér ekki grunlaust um,
að ýmsir þeir, sem gaman hafa af glæparit-
um, eigi styttri leið yfir í lestur góðra bók-
mennta og jafnvel góðra atómbókmennta
heldur en þeir, sem uppgötva sjálfa sig í
sögum Margitar Söderholms eða annarra
þeirra hálfreyfarahöfunda, erlendra og inn-