Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 42

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 42
136 HELGAFELL liggur í augum uppi, að það myndi að öðru jöfnu stórum auðsóttara, að hafa óhrif á útgefanda, áður en hann væri búinn að kosta því til að láta prenta bókina, heldur en eftir á. Og hvað um tilkall annarra út- gefenda ag almennings til að fá að vita hvað þeir, sem úrslitavaldið hafa, dómstólarnir, álíta klám í lögfræðilegri merkingu orðsins? Eins og stendur verður ekki betur séð, en menn verði að sitja uppi með persónulegar skoðanir lögreglustjóra og starfsmanna dómsmálaráðuneytsins í staðinn. 1 raun og veru verður ekki hjá því komizt að álíta, að lögreglustjóra og ráðuneytinu beri skylda til, eftir íhlutun sína í þessi mál, að fá dóms- úrskurð um bókina. Hann er hægt að fá, án þess að gefa út íslenzka þýðingu, með máls- höfðun á hendur þeim, sem selt hafa bókina hér á erlendum málum. Og um leið væri af- stýrt þeim órétti, sem stefnt er að með því að vilja meina íslenzkum útgefanda það, sem erlendum hefir leyfzt með svo prýði- legum árangri hér á landi. Hegningarlögin segja: „Sömu refsingu [og það að birta klám á prenti] varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum . . Og eftir á að hyggja, þó að mér detti ekki annað í hug, en dómsmálaráðuneytið sjái um sig: kæmist ekki ráðuneytið í klandur, ef bókin kæmi nú út allt um þetta í þýðingu og yrði dæmd klám, en ráðuneytið hefði alla þessa tíð látið undir höfuð leggjast að stöðva hér sölu bókarinnar á erlendum mál- um? Nokkur málsbót kynni að vera það, sem kemur fram í ummælum lögreglustjóra við Morgunblaðið, að börn og unglingar komist síður fram úr hinum erlendu málum. En er ekki núorðið byrjað að kenna bömum dönsku 12—13 ára í skólum? Hugtakið klám skýra íslenzku hegningar- lögin ekki. En með því svo er, virðist mér yfirvöldin helzt mega til að hafa tvennt í huga, til að forðast að þrengja að anda prentfrelsisákvæða stjómarskrárinnar. 1 fyrsta lagi er engan veginn víst, að heil bók geti af sanngirni kallazt klámrit, þó að ein- stakir kaflar hennar myndu ótvírætt varða við lög, ef þeir væru sérprentaðir. 1 öðru lagi ber vafalaust að leitast við að meta, hvort bókin í heild sé líkleg til að hafa siðspill- andi áhrif á sæmilega heilbrigt og fullorðið fólk. Eg fæ fyrir mitt leyti ekki séð, hvernig sanngjamt ætti að vera að kalla þessa ung- æðislegu sjálfsaumkvunartölu klámrit, þó að hún hafi að geyma nokkrar óvenjulega langdregnar alþýðlegar lýsingar á holdleg- um samförum. Hins vegar er það ólán höf- undar að þurfa — eða telja sig þurfa — að segja söguna eins og hann gerir, af því að „kaflarnir" hljóta að bera hana ofurliði í vitund þorra manna. Sagan er of góð, þó að hún risti ekki djúpt, til að vera lesin svo gjörræðislega. Og „kaflarnir" engan veginn nógu góðir til að tryggja sögunni langlífi á borð við Bósasögu t. d., eða Decameron. En þó að dómstólamir verði eflaust að taka til greina að vissu marki bókmennta- legt eða „listrænt" gildi sögunnar (Hugsum okkur til dæmis, að hinir vafasömu kaflar í Söngnum hefðu staðið í Eftir miðnætti á Hótel Borg eða í Kyntöfmm Benjamíns Sigvalda- sonar), þá hlýtur úrskurður þeirra að miðast við siðferðileg viðhorf sögunnar. Mér er að vísu Ijóst, að það er hægt að klæmast prýði- lega í nafni kristilegrar siðsemi, sbr. Felsen- borgarsögumar, en bæði er það, að hér er ólíku saman að jafna og eins hafa Felsen- borgarsögumar komið út óáreittar hér á landi

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.