Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 44
138
HELGAFELL
leyti skynsamleg. En þaí5 er alveg víst, að
Söngurinn um roðasteininn fengist ekki gef-
inn úí f Ameríku. Eg man ekki betur en einu
sinni kæmi til orða að banna Brúðarkjólinn
eftir Kristmann Guðmundsson í Boston. Eða
var það Morgunn lífsins?
Albert Camus er kunnast-
Nóbelsverðlaun
• ur almenmngi fyrir tvær
skáldsögur, L'Etranger (Ut-
lendingurinn, utangarðsmaðurinn, hinn
ckunni) og La Peste (Plágan. Hefir komið
hér út í íslenzkri1 þýðingu Jóns Óskars
skálds).
Camus er ungur maður (f. 1913), og er
til þess tekið, að hann skyldi hljóta Nóbels-
verðlaun svo snemma (Kipling einn var
yngri, þegar hann fékk verðlaunin). Samt
liggur mikið eftir hann á prenti, þar á meðal
þrjú eða fjögur leikrit, tvær bækur heim-
spekilegs (og stjórnmálalegs) efnis: Le Mythe
de Sysiphe og L'homme revolté (þjóðsagan
af Sysippusi og Uppreisnarmenn), auk geysi-
mikils fjölda ritgerða (þar af komu margar
í hinum frægu blöðum andspyrnumanna á
stríðsárunum, svo sem Combat og Revue
Libre).
Eg þekki ekkert til leikrita Camus og get
því ekki gert mér í hugarlund, hvers konar
hliðsjón hin sænska akademía kann að hafa
haft af þeim. Hins vegar virðist einsætt, að
heimspekileg rit hans hafi ráðið miklu um
veitinguna. Hann getur varla talizt til mestu
skáldsagnahöfunda, sem nú eru uppi. Skáld-
sögur hans eru heimspekilegar dæmisögur
og veruleiki þeirra full einhæfur og stílfærð-
ur. En hann hefir haft mjög mikil áhrif á
hugsunarhátt ungra manna, utan Frakklands
sem innan. „Samvizku ungu kynslóðarinn-
ar" í Frakklandi, kallar Francois Mauriac
hann.
Hér er enginn kostur að lýsa í fáum orð-
um heimspeki Camus. Segja má að hún sé
bölsýn og fyrirheitalítil. En einkenni hans
sem rithöfundar er framar öðru óbilgjarn
vilji til að glíma við hin ægilegustu vanda-
mál samtímans með mannlega skynsemi
eina að vopni og þor til að horfast í augu
við þann möguleika, að líf mannsins kunni
að vera fáránleg endileysa, án þess að glata
trúnni á manninn.
Eins og endranær er það ekki nema sjálf-
sögð skemmtun að finna að veitingu Nóbels-
verðlaunanna og stinga upp á nýjum mönn-
um, sem „hiklaust beri að veita verðlaunin",
eins og einhvern tíma stóð í smáblaði. (Fyrir
mitt leyti get ég verið ásáttur með allar til-
lögur, sem ég hefi heyrt í ár, úr því að eng-
inn stakk upp á Mademoiselle Sagan.)
Og vant er að sjá, hver annar kunnur rit-
höfundur franskur væri betur kominn að
verðlaununum en Camus, eins og er — úr
því að ekki tjóir að nefna Céline (ef Céline
er enn á lífi?).
Céline, vel á minnzt, einhver voldugasti
sagnameistari aldarinnar, er eitt skýrasta
dæmi um höfund, sem lífsskoðunar vegna
gæti aldrei komið til greina, þegar Nóbels-
verðlaunum er úthlutað.
Akademíunni hefir stundum verið brugðið
um þröngsýni, en fyrr mætti vera víðsýnin,
ef hún treystist til að taka hinn mikla lífs-
hatara í faðm sér. Eins og mannlegt er,
reynist stundum erfiðara að gera sér grein
fyrir, að höfund skorti gáfu en gott hugar-
far.
K. K.