Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 47

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 47
I tir^ ■ ............................................................................................................................ .................................................................................................................................................... K'W'XvX-lWWXw.vWy.ýx-^x-:-:-:-:^:-:': »1 _ , Engar tvær óperur eru ólíkari að anda og efni, ivær operur i stíl og búningi en þær, sem Þjóðleikhúsið bmftlpilrhímnil hetir sÝnt oicicur nu r haust: „Tosca" eftir HJUU'eilUIUilllU Puccini og (Cosi ÍQn tutte" eftir Mozart. En báðar eru meistaraverk á sinn hátt, og breytir það engu þar um, þótt undirritaður fyrir sitt leyti taki hina heiðu glaðværð Mozarts langt fiam yfir grófgerðan og stundum nærri ruddalegan „verisma" Puccinis. „Tosca" var flutt af íslenzkum söngvurum eingöngu undir stjórn dr. Urbancic, en leikstjóri var danskur, Holger Boland. Sýningin í heild var leikhúsinu og þeim, sem að henni stóðu, til sóma. Einkum var söngurinn að flestu leyti í bezta lagi. Stefán Islandi, sem ekki hefir heyrzt né sézt hér á landi síðan hann söng hertogann í „Rígólettó” fyrir 6 árum, er nú orðinn meiri og betri söngvari en nokkru sinni áður, þótt raddljóminn sé ekki lengur hinn sami og var íyrir 20 árum. Það var mikið gleðiefni öllum vinum Stefáns ■— og þeir eru margir — að hann skyldi halda upp á tvöfalt merkisafmæli sitt hér heima með þátttöku í þessari sýningu og með svo glæsilegum hætti, sem raun bar vitni. Guðrún Á. Símonar vex með hverju verkefni, sem hún tekur sér fyrir hendur, og hefir verið ánægjulegt að fylgjast með náms- og starfsferli hennar á undanförnum árum. Með söng sínum í „Toscu" vann hún enn einn stórsigur. Guðmundur Jónsson hefði í þetta sinn mátt taka meir á drama- tískum hæfileikum sínum. I söng hans vantaði þann undirtón, sem réttlætir að Tosca reki í hann hnífinn og sættir áhorfandann við þau málalok, enda þótt hann skilji ekki eða fylgist með viðskipt- um þeirra orði til orðs. Guðmundi tókst sem sé ekki til hlítar að sýna þann fullkomna „skúrk", sem Scarpia á að vera. Um aðrar persónur óperunnar er ekki ástæða til að fjölyrða sérstaklega nú eftir dúk og disk. Hlutverk djáknans er eins og samið fyrir Kristin Hallsson. Þorsteini Hannessyni tókst — með þöglum leik — að skapa eftirminnilega persónu, og er það í frá-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.