Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 48

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 48
142 HELGAFELL sögur færandi, þegar óperusöngvari á í hlut. Ævari Kvaran mistókst í þetta sinn, og hlýt- ur það fyrst og fremst að skrifast á reikning leikstjórans: Hver trúir því, að þessi hræddi, lítilsigldi og óvirðulegi maður sé af fursta- ættum og „consul della republica"? Og af hveriu eru góðir og gegnir menn að stofna sér í stórhættu til að bjarga honum? „Tosca" er ópera mikilla átaka. Þar standa sterkir einstaklingar andspænis hver öðrum og gera út um stór örlög. Söngvararnir eru þar „einsöngvarar" í fyllstu merkingu þess orðs, og það þarf að sópa að þeim í söng og leik, ef óperan á ekki að missa marks. Um „Cosi fan tutte" er þessu þveröfugt farið. Þar eru engin örlög ráðin og lítil tækifæri gefast til músíkalskra áflrauna. Allt veltur á samstillingu og fágun. Þeha var einmitt hin „sterka hlið” söngvar- anna frá ríkisóperunni í Wiesbaden, sem sungu „Cosi fan tutte" hér í Þjóðleikhúsinu. Enginn þeirra var afburða raddmaður eða sérlega glæsilegur söngvari, en samæfing þeirra í söng og leik ágæt. Sýningin hafði heildarsvip, sem tók langt fram samanlögð- um afrekum einstakra þátttakenda. Þegar svo vel tekst til, er um sannan listviðburð að ræða. Þetta má þakka leikstjóranum, Fried- rick Schramm, sem jafnframt er Guðlaugur Flósinkranz þeirra í Wiesbaden, en þó fyrst og fremst hljómsveitarstjóranum, Arthur Apelt, sem hélt öllum þráðum þessa marg- slungna tónavefs í öruggri hendi. Sinfóníu- hljómsveitin, sem aðstoðaði við báðar óper- urnar, hefir sjaldan eða aldrei leikið betur en undir stjóm hans. Jón Þórarinsson Fáar bækur, sem út komu á Vesturlöndum á þessu ári munu hafa vakið jafn-mikla athygli og Hin nýja stétt eftir Júgóslavann Milovan Djilas. Höfundurinn var fyrir skemmstu einn af höfuðleiðtogum komm- únistaflokks Júgóslavíu, gamall byltingar- maður og félagi Titós marskálks. En þegar hann reit bókina sat hann í fangelsi vegna ágreinings við félaga sína í „hinni nýju stétt“, kommúnistaflokknum. Handritinu var smyglað úr fangelsinu til New York eftir bezta reyfarastíl og þar var það gefið út í enskri þýðingu. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bókinni (The New Class, Praeger, New York, 1957). Djilas hefir nýlega hlotið 9 ára fangelsisdóm fyrir bókina. Einokunarvald það, sem hin nýja stétt tekur sér í nafni verkalýðsins yfir þjóðfélaginu öllu, er fyrst og fremst einokunarvald yfir verkalýðn- um sjálfum. í fyrstu er þetta vald andlegt og tekur til þess hluta öreiganna, sem vakandi er um andleg efni: síðan til þeirra allra. Engin blekking, sem stéttin þarf að leika, er stórkost- legri en þessi en hún sýnir bezt að hin nýja stétt á völd sín og hagsmuni öðru fremur undir iðnaði. Hún getur ekki fest sig í sessi eða tryggt sér völdin, nema með iðnaði. Gamlir verkamannasynir eru traustustu liðs- menn hinnar nýju stéttar. Það hefir ætíð verið hlutskipti þrælastétta að leggja af mörkum við eigendurna duglegustu og gáfuðustu sonu sína. Hér hefir hin arðrænda stétt fætt af sér nýja arðráns og yfirráðastétt. (bls. 42) I Rómarrétti er eignarréttur skilgreindur svo, að hann sé réttur til að nota eignargóss, nýta það og ráðstafa því. Hið pólitíska skrifstofulið kommúnistaflokksins notar hið þjóðnýtta góss, nýtir það og ráðstafar þvi. (bls. 44) Að svipta kommúnista rétti sínum til eignaum- ráða, væri sama og að afnema stétt þeirra. Að neyða þá til að sleppa öðrum völdum sínum í þjóðfélaginu, svo að verkamenn fengju hlutdeild í skiptingu vinnuarðsins (atvinnurekendur í auð- valdsríkjum hafa fyrir verkföll og íhlutanir lög- gjafarvaldsins orðið að leyfa þessa hlutdeild), væri að taka frá þeim einokunarvald á eignum.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.