Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 49

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 49
BLAÐAÐ 1 BÓKUM 143 mannfélagshugmyndum og landsstjórn. Þetta yrði upphaf frelsis og lýðræðis í veldi kommún- ismans og endalok kommúnísks einokunarvalds og alræðisstefnu. Áður en þetta verður, eru eng- ar horfur á því, að neinar veigamiklar, róttækar breytingar séu að gerast með kommúnismanum, a. m. k. ekki að dómi þeirra manna, sem líta af fullri alvöru á þjóðfélagslega þróun. (bls. 45—6) Kommúnistar vita, bæði af reynslu sinni og fræðisetningum, að allar stéttir og allir, sem hafa aðrar skoðanir en þeir eru á móti þeim, og þeir haga sér eftir því. Þeir berjast ekki ein- göngu gegn raunverulegum andstæðingum, held- ur einnig þeim, sem kynnu að geta snúizt til andspyrnu. í Eystrasaltslöndunum voru þúsund- ir manna „lagðar af“ á einni nóttu, með því að tiltæk voru plögg, sem skýrðu frá stjórnmála- skoðunum þeirra á liðinni tíð. Eftir svipuðum forsendum myrtu kommúnistar nokkrar þúsund- ir pólskra liðsforingja í Katyn skóginum. (bls. 27) Eiginlega var það ekki nema fyrst í stað, að leiðtogar Ráðstjórnarríkjanna neyddust til að spila út skammgóðum loforðum um lýðfrelsi, „þegar frá liði“. Nú halda þeir því einfaldlegast fram, að frelsið sé komið til Ráðstjórnarríkj- anna. Vitaskuld finna þeir jafnvel sjálfir frelsis- hræringar undir fótum sér. Þeir eru sí og æ að „göfga“ þjóðfélagsvitund manna, þeir hvetja menn til að „framleiða“, þeir troða höfuð manna full af skrælþurrum marxískum formúlum og skrælþurrum stjórnmálaskoðunum foringjanna. Verst er af öllu, að þeir þröngva mönnum til að játa öllum stundum hollustu við sósíalismann og trú á óskeikulleik og einlægni þeirra loforða, sem foringjamir gefa..... Árangurinn er ekki ýkja mikill. Að minnsta kosti er hann engan veginn í réttu hlutfalli við þá fyrirhöfn, sem kostað er til. Nema hjá hinni nýju stétt, sem myndi sannfærð, hvort eð væri. Eigi að síður næst allgóður árangur í því að gera mönnum ókleift að láta uppi annars konar hug- arfar en hið opinbera og sömuleiðis gengur vel að reka aftur öndverðar skoðanir. Jafnvel í kommúnistaríkjum hugsa menn, því þeir geta ekki annað en verið að hugsa. Þeir hugsa auk heldur öðruvísi en þeim er álagt. Hugsun þeirra hefir tvö andlit: annað sem veit að þeim, andlit þeira sjálfra; hitt snýr við öðr- um, hið opinbera andlit. Jafnvel í kommúnísku þjóðfélagi eru menn ekki svo sljóvgaðir af einhæfum áróðri, að þeim sé fyrii-munað að komast fyrir sannleikann eða láta sér detta eitthvað nýtt í hug. í andlegum efnum uppsker valdaklíkan lítinn ávöxt með ráð- stöfunum sínum, heldur stöðnun, spillingu og rotnun..... Allt um það taka öll kommúnísk þjóðfélög framförum í tæknilegum greinum. Þær gerast að vísu með sérstökum hætti og það eru tíma- skipti að þeim. . . . Kommúnistaforingjarnir eru mjög hagsýnir menn og leita óðara samvinnu við tæknisérfræð- inga og vísindamenn og láta sig ,,borgaralegan“ hugsunarhátt þeirra litlu skipta. Foringjarnir vita, að iðnþróunin getur ekki náð vexti, nema tæknimenntað fólk sé með og þeim er jafnframt ljóst að þetta fólk getur ekki eitt sér orðið þeim hættulegt. (bls. 132—4) Til þess að gæta valds síns, verður yfirráða- stéttin að framkvæma umbætur í hvert sinn og sú staðreynd blasir við fólkinu, að þeir fara með eignir þjóðarinnar eins og þeir eigi þær sjálfir. Slíkar umbætur eru ekki kallaðar réttu nafni, heldur nefnast þaer, „áframhaldandi þróun sósíal- ismans" og „sósíalsks lýðræðis“ . . . (Stéttin) verður sífellt að vera að sanna það, að hún sé með hinum bezta árangri að skapa hamingju- samt þjóðfélag, þar sem allir njóti jafnréttis og enginn reyni að hafa upp úr öðrum framar. Hin nýja stétt kemst ekki hjá því að lenda sífellt í óleysanlegum mótsögnum: hvað sem sögulegum uppruna stéttarinnar líður, getur hún ekki lög- leitt eignarumráð sín, og hún getur á hinn bóg- inn ekki afsalað sér þeim, án þess að grafa und- an sjálfri sér. Hún er þess vegna neydd til þess að reyna að réttlæta sívaxandi vald sitt með fjarstæðutn yfirlýsingum um óraunverulegar til- ætlanir. Þessi stétt hefir meira vald yfir mönnum en nokkur önnur, sem sögur fara af. Þess vegna eru sjónarmið þessarar stéttar mjög þröng, fölsk sjónarmið og ótraust. . . . Hún hefir komið á iðnskipun, þessi nýja stétt, og getur nú ekki annað gert en að styrkja hin harðýðgislegu valdatök sín og rupla frá fólkinu. Hún skapar ekkert framar. Hinn andlega arfleifð hennar er sokkin í myrkur. (bls. 68—69) Erlendis mun George Orwell kunnastur fyrir tvær pólitískar kynjasögur, 1984 og Animal Farm (Félagi Napóleon í íslenzkri þýðingu). Heimafyrir á Englandi voru rit- gerðir hans mjög mikið lesnar og höfðu víðtæk áhrif fyrstu árin eftir styrjöldina, a. m. k. Orwell var allmörg ár blaðamað- ur við Tribune og skrifaði þar um stjórn- mál og bókmenntir. Greinar Orwells um bókmenntir eru margar ákaflega skarp- legar og einstaklega lausar við hégóma- skap og tilfinningasemi, en dálítið óþýðleg- ar. Harðsnúinni sérvizku bregður fyrir í

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.