Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 8
miðvikudagur 11. september 20078 Fréttir DV
xxxxxxx
Kolbeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Mikið Mannfall en ekkert öryggi
Bandaríkjamenn standa enn
frammi fyrir hættunni á hryðju-
verkaárásum, sex árum eftir
hryðjuverkaárásirnar í New York
og Washington 11. septemb-
er 2001. Þrátt fyrir stórhertar að-
gerðir gegn hryðjuverkaógninni
og innrás í tvö ríki segja yfirmenn
bandarískra leyniþjónustu- og
löggæslustofnana að hættan sé
enn fyrir hendi. Þeir segja að nú sé
þó meira gert en áður til að koma í
veg fyrir árásir.
Fjórir yfirmenn leyniþjónustu-
og löggæslustofnana komu fyrir
þingnefnd Bandaríkjaþings í gær
til að svara spurningum um við-
búnað við hryðjuverkaógn.
„Við erum öruggari nú en
við vorum 11. september 2001,“
sagði John Scott Redd, fyrrver-
andi aðmíráll sem st�rir �ryðju-
verkavarnamiðstöð Bandaríkj-
anna. �ann sagði samt langt í frá
að Bandaríkjamenn gætu talið sig
örugga. „Við erum samt ekki ör-
ugg. Og við verðum ekki örugg fyrr
en n� kynslóð er vaxin úr grasi, og
kannski fleiri.“
N�tt myndband með ávarpi
Osama bin Laden, sem s�nt var
á dögunum, færði heim sanninn
um að enn er langt í land.
þruma úr heiðskíru lofti
11. september árið 2001 í New
York, hófst eins og hver annar
dagur. Borgarbúar sinntu sínu,
skutluðu börnum á leikskóla eða í
skóla áður en haldið var til vinnu.
�iminn var heiður og blár og gaf
fyrirheit um góðan dag. Ekkert gaf
vísbendingar um þær hörmung-
ar sem áttu eftir að dynja á New
York-búum og bandarísku samfé-
lagi. En það átti eftir að breytast. Í
vændum voru atburðir sem skóku
Bandaríkin og heimsbyggðina alla
og breyttu heimsmyndinni um
ókomna tíð.
Stundarfjórðung í níu að stað-
artíma var farþegaflugvél flog-
ið inn í norðurturn World Trade
Center. Það var flug 11 frá Boston
og lenti vélin á hæðunum á milli
nítugustu og fimmtu og hundr-
uðustu og þriðju. Fólk á jörðu
niðri horfði skelfingu lostið á þeg-
ar eldtungurnar teygðu sig út um
glugga og hið gapandi sár sem
vélin skildi eftir sig og fyrr en varði
vék hinn blái himinn fyrir svörtu
reykjarkófi. Flestir gerðu sér ef-
laust í hugarlund að um hræðilegt
óhapp hefði verið að ræða, en ef
einhvern grunaði annað yrði sá
grunur staðfestur innan skamms.
suðurturninn
Á sama tíma og fólk lifði og
dó í norðurturninum var þess
skammt að bíða að suðurturn-
inn hlyti sömu örlög. Fjöldi fólks
sem statt var í suðurturninum
hafði orðið vitni að hamförunum
og var þá þegar á leið út, en rétt
rúmum stundarfjórðungi eftir að
flug ellefu frá Boston lenti í norð-
urturninum var flugvél flogið inn
í suðurturninn. Sprengingin var
svo öflug að eldtungurnar stóðu
út um hina hlið byggingarinnar.
Það var orðið deginum ljósara að
þarna var ekki um óhöpp að ræða
og hundruð slökkviliðsmanna og
lögregluþjóna voru þegar mætt á
staðinn og tvíburaturnarnir voru
eins og tveir risakyndlar sem bar
við himin New York-borgar. En
ekki lengi.
Dauðadæmt fólk
Fjórtán manns lifðu af í suður-
turninum þrátt fyrir að vera stað-
sett í grennd við árekstrarstaðinn.
Engin áhöld eru um að fólk sem
var á hæðunum fyrir ofan þann
stað var flestallt dauðadæmt, en
vitað er um fjóra sem lifðu af í
suðurturninum. Í norðurturnin-
um létust allir á hæðunum þar
sem áreksturinn varð og þar fyr-
ir ofan. Eldar lokuðu leiðum nið-
ur og eina leiðin var upp. Og þar
var enga björg að finna. Á með-
an fólk á neðri hæðunum hraðaði
sér skelfingu lostið niður neyðar-
útganga í von um björgun og þeir
lánsömu stauluðust út úr bygg-
ingunum út í grámann, sótið og
ringulreiðina, voru aðrir sem kusu
að stökkva út um glugga frekar en
verða eldinum að bráð. Talið er
að að minnsta kosti tvö hundruð
manns hafi valið þann kost.
burðarvirkið bregst
Tvíburaturnarnir voru hann-
aðir til að þola árekstur flugvéla.
Í miðju turnanna var sérstaklega
styrkt burðarvirki, en það voru
ekki venjulegir eldar sem geisuðu
þar. Eldurinn nærðist á níutíu og
eitt þúsund lítrum af flugvélabens-
íni og hitastigið var átta hundruð
gráður. �itinn nægði til að bræða
stálvirkið sem hélt uppi hæðun-
um. Og þegar burðarvirki einn-
ar hæðar brast hrundi hún niður
á næstu hæð og svo koll af kolli.
Suðurturninn hrundi til grunna
tæpum klukkutíma eftir að árásin
var gerð á hann. Og um hálftíma
síðar hrundi norðurturninn.
Braki og gleri rigndi yfir fólk
á jörðu niðri og mörg hundruð
björgunarmenn, lögregluþjónar
og fl�jandi fólk grófst undir rúst-
unum. Rykmökkur huldi borgina;
Tvíburarnir voru fallnir.
þúsunda saknað
Talið er að á milli sextán þús-
und og átján þúsund borgarar
hafi verið í turnunum þegar árás-
irnar voru gerðar. Af þeim sem
voru í eða við turnana þegar þeir
hrundu komust einungis tuttugu
lífs af. Tölur um mannfall voru á
reiki en opinberlega var um fimm
þúsund manns saknað. Á fyrsta
sólarhringnum fundust fimm
manns á lífi, en útlitið var ekki
gott því umfang hamfaranna og
stærð turnanna voru slík að ólík-
legt þótti að fólk hefði lifað slíkt af.
Staðfestar tölur segja að tvö þús-
und sex hundruð og þrír hafi látið
Gífurleg eyðilegging
eldhnöttur myndaðist
þegar seinni flugvélin
flaug á syðri turninn.
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum að morgni 11. sept-
ember 2001. Öfgamenn úr röðum al-Kaída höfðu rænt fjórum far-
þegaflugvélum í innanlandsflugi með það fyrir augum að fremja
stórkostleg hryðjuverk á bandarískri grundu. Skotmörkin voru
Tvíburaturnarnir í New York, höfuðstöðvar bandaríska varnar-
málaráðuneytisins í Pentagon í Virginíufylki og óskilgreint skot-
mark í Washington, sennilega Hvíta húsið eða þinghúsið.