Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Síða 27
„Við lukum nýlega tökum á hrekkjunum og
þetta er allt að verða klárt,“ segir yfirhrekkja-
lómurinn Auðunn Blöndal sem er umsjónar-
maður skemmtiþáttarins Tekinn. Þættirnir,
sem eru byggðir á erlendri fyrirmynd, náðu
miklum vinsældum í fyrra þar sem stjörnur á
borð við Bubba og stelpurnar í Nylon vissu ekki
hvaðan á sig stóð veðrið.
Enginn frægur óhultur
„Að þessu sinni verða sýndir tveir hrekkir í
hverjum þætti,“ segir Auðunn um uppbyggingu
annarrar þáttaraðarinnar af Tekinn sem hefur
hlotið nafnið Tekinn 2. „Fyrir vikið verða þætt-
irnir mun þéttari og skemmtilegri. Þá þurfum
við ekki að vera að teygja lopann með einum
hrekk.“
Líkt og í síðustu þáttaröð eru það frægir og
þjóðþekktir Íslendingar sem verða fyrir barð-
inu á hrekkjum Auðuns. „Í fyrsta þættinum
eru Jói Fel og Laddi teknir,“ en fjölmargir aðrir
verða teknir í þáttunum. „Aðrir sem verða tekn-
ir að þessu sinni eru meðal annars Ragnhild-
ur Steinunn og Þorgrímur Þráinsson, Valtýr
Björn og Hermann Hreiðarsson fótboltakappi,
Bryndís Ásmundsdóttir leikkona og færeyski
folinn Jógvan, Jóhanna Guðrún barnastjarna
og Ásgeir Kolbeins, Birgitta Haukdal og Geir
Ólafs og svo fleiri,“ en það er ljóst að enginn er
óhultur fyrir hrekkjum Auðuns.
Setti upp heilt brúðkaup
Auðunn segir að einn af skemmtilegri
hrekkjunum að þessu sinni hafi verið á Geir
Ólafs söngvara. „Við settum upp heilt brúð-
kaup þegar við tókum Geir Ólafs. Egils reddaði
okkur áfengi í veisluna og svo fékk ég 80 manns
til að mæta í sínu fínasta pússi,“ en allir í brúð-
kaupinu nema Geir vissu að um hrekk var að
ræða.
„Við getum leyft okkur aðeins meira í
hrekkjunum núna þar sem fjármagnið fyr-
ir þáttinn er meira og það gerir þetta bara
skemmtilegra fyrir vikið.“ Gerð þáttanna er
þó enginn dans á rósum og fylgir henni mikið
stress. „Það þarf allt að vera fullkomið svo þetta
gangi upp og maður er oftar en ekki á nálum.
Svo kemur það fyrir að hrekkirnir mistakist,“
en einn af þeim tólf þáttum sem verða sýndir
að þessu sinni verður með mistökum og öðru
skemmtilegu efni sem náðist við tökur.
Skrifar nýja grínþætti
Auk þess að vera að ljúka við gerð þáttanna
er Auðunn um þessar mundir að skrifa nýja
grínþætti ásamt Sverri Þór Sverrissyni og Sig-
urjóni Kjartanssyni. „Skrifin ganga vel og ég
fer að hella mér í þau á fullu,“ segir Auðunn en
málið er enn á byrjunarstigi. „Það er ekki kom-
ið nafn á þáttinn eða endanleg mynd en það er
alltaf skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir
Auðunn að lokum.
asgeir@dv.is
Lagið In My Place með íslenska tónlistarmanninum BMV, eða Brynjari Má, situr nú í fyrsta sæti á topp 20
lista útvarpsstöðvarinnar Radio 1 Serres í Grikklandi:
BMV KOMINN Í FYRSTA SÆTI Í GRIKKLANDI
Fyrir rúmum tveimur vikum
greindi DV frá því að tónlistarmað-
urinn Brynjar Már Valdimarsson,
eða BMV eins og hann kallar sig sem
tónlistarmann, væri að gera gríð-
arlega góða hluti í Grikklandi en þá
var lagið hans In My Place í fimmta
sæti á vinsældalista einnar heitustu
útvarpsstöðvarinnar þar í landi. Nú
er hins vegar svo komið að lagið hef-
ur náð upp á topp listans og er In
My Place komið í fyrsta sæti af tut-
tugu lögum. Vinsældalistinn sem
um ræðir er topp 20 listi útvarps-
stöðvarinnar Radio 1 Serres. Þegar
Brynjar var spurður að því hvern-
ig lag eftir íslenskan tónlistarmann
kæmist inn á vinsældalista í Grikk-
landi svaraði hann að lagið hefði
verið á sérstökum safndiski sem
sendur er á útvarpsstöðvar um heim
allan en á diskunum eru einung-
is sérvalin lög sem kynnt eru líkleg
til vinsælda. Brynjar hefur undan-
farið verið að vinna að tónlist sinni
með ekki ómerkari manni en upp-
tökustjóranum Ken Louis sem hef-
ur stjórnað upptökum fyrir meðal
annars Usher og Kanye West. Nýlega
kom út smáskífa frá kappanum sem
ber heitið Forget About Me og nú er
stóra spurningin hvort þetta sjóð-
heita nýja lag nái jafnmiklum vin-
sældum og In My Place. Áhugasöm-
um er bent á heimasíðu söngvarans
myspace.com/bmvofficial þar sem
heyra má nokkur lög og lesa nýjustu
fréttirnar af BMV.
krista@dv.is
xxxxxx.
Tekinn með Auðuni Blön-
dal hefur göngu sína á ný á
föstudaginn. Að þessu
sinni verða tveir hrekkir í
hverjum þætti.tti
ÞRIÐJUDAGUR 11. septembeR 2007DV Bíó 27
BMV gerir það gott í
Grikklandi með
laginu In my place.
Nafn á Indiana
Jones 4
Nafnið á fjórðu myndina um
ævintýramanninn Indiana �ones
er loksins komið á hreint. Mynd-
in sem er væntanleg í lok maí
á næsta ári mun heita Indiana
�ones and the Kingdom of the
Crystal Skull. Það var ungstirnið
Shia LaBeouf sem tilkynnti nafn-
ið á MTV Video Music Awards
á sunnudaginn en hann leikur í
myndinni ásamt Harrison Ford,
Cate Blanchett, Ray Winston,
�ohn Hurt, Karen Allen og �im
Broadbent.
Justice Leauge
2009
Hávær orðrómur vestanhafs segir
að kvikmyndarisinn Warner Bros
hafi samþykkt að �ustice League
verði aðalmynd fyrirtækisins
sumarið 2009. �ustice League er
hópur alls 11 ofurhetja þar sem
hetjur eins og Superman, Batman
Wonder Woman og Flash eru
fremstar í flokki. Tökur á mynd-
inni munu fara fram í Sydney í
Ástralíu og standa yfir frá febrúar
til júní á næsta ári. Spurningunni
um hvort myndin verði í CG-
motion eins og getgátur höfðu
verið uppi um hefur ekki verið
svarað. CG er tölvuteiknuð mynd
sem er ótrúlega raunveruleg líkt
og myndin Polar Express.
Vann Gullljónið
Leikstjórinn Ang Lee hreppti
Gullljónið á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum. Þetta er því ann-
að skiptið á þremur árum sem
Lee hreppir gripinn. 2005 fékk
hann verðlaunin fyrir Brokeback
Mountain en í þetta skiptið fyrir
myndina Lust, Caution. Verðlaun-
in komu fjölmiðlum á staðnum
nokkuð á óvart þar sem þau töldu
myndina ekki einu sinni keppi-
naut til minni verðlauna hátíðar-
innar.
HELMINGI
FLEIRI TEKNIR
Tekinn Þorgrímur Þráinsson er einn þeirra sem lendir í
barðinu á Audda.
Hrekkjumálaráðherra
Auðunn blöndal er líka að skirfa handrit
af grínþætti um þessar mundir.