Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 5

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 5
Heimsókn aö Gljúfrasteini: Við sköpun listaverka er tíminn frumskilyrði — segir Halldór Kiljan Laxness Þegar útgáfa þessa rits var fast- mælum bundin vorum við sem að því stöndum þegar ráðnir í einum hlut: við skyldum freista þess að ná fundi Halldórs Kiljans Laxness og hefja ritið á viðtali við hann ef kost- ur gæfist. Skáldið tók þessari mála- leitan af einstakri vinsemd, og einn sólskininn maídag ókum við sem leið liggur upp í Mosfellssveit á vit skálds- ins að Gljúfrasteini. En sem við fór- um þarna í kolgráum rykmekki þjóð- vegarins vék sér að okkur ein óþyrmi- leg spurning og varð ekki vísað á bug: Var þetta ekki furðuleg bíræfni, nán- ast ósvífni, að ætla sér að fara að angra nóbelsskáldið með fáráðu spurningafjasi? Myndi okkur ekki vefjast tunga um höfuð að afsaka slíkt framferði? Ætli endalykt þessa ferðalags yrði ekki bezt lýst með orð- um annars skálds: Og það voru hljóð- ir og hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur? Síðan var komið í hlað að Gljúfra- steini og ekkert tóm lengur til hug- renninga sem þessara. — Svo að þið ætlið að fara að gefa út tímarit, segir Laxness og hefur leitt okkur til sætis í vinnustofu sinni. Hvers konar rit á það að verða? Tímarit um bókmenntir og menn- ingarmál, jahá. Stundum koma menn til mín út af svona ritum; því miður get ég alltof lítið gert fyrir þá. Ég vil umfram allt taka fram strax, að ég sit hér ekki i fullu pakkhúsi af spak- mælum til að miðla eftir þörfum. Ég segi oft við blaðamenn: Talið við mig um einfalda hluti, spyrjið hvaða teg- und af bleki ég noti, eða hvaða núm- er af skyrtum. Það þýðir ekki að spyrja mig um hinztu rök hlutanna eins og ég væri einhver Sókrates. Hvað get ég gert fyrir ykkur? o o o Við víkjum að því sem er okkur efst í liuga, hinu nýja verki skálds- ins: Er Brekkukotsannáll sjálfstætt verk? Eða er það upphaf að sagna- bálki eins og sumir menn vilja vera láta? — Því er fljótsvarað, að Brekku- kotsannáll er alveg lokað verk og gefur ekkert tilefni til framhalds. Sagan bítur í sporð sér. Álfgrímur er umgerð um söguna, eða öllu heldur sá spegill sem tekur við mynd um- hverfisins. Hann er upphafið að Garð- DAGSKRÁ 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.