Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 13

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 13
ÁRMANN — (léttir mikið). Já — vissi ég ekki, þú ert að gera að gamni þínu. STEFÁN — Nei mér er fúlasta alvara. Þessi drykkjuskapur þinn stafar ekki af öðru en kvenmannsleysi. ÁRMANN — Af kvenmannsleysi? STEFÁN — Já auðvitað — en ef þú fengir góða konu — útlitið skiptir ekki mestu máli . . . ÁRMANN — Nú einhverja herfu þá? STEFÁN — Neinei — ég er ekki að segja það — en mestu máli skiptir að hún skilji þig og kunni að meta þig, hún yrði að vera hlý kona sem þú ættir alltaf at- hvarf hjá . . . ÁRMANN — Og ég ætti að vera bundinn þessari konu alla ævi? STEFÁN — Auðvitað þegar þú giftist henni — hvað heldurðu að hjónaband sé? ÁRMANN — Ég á við — við gætum ekki skilið? STEFÁN — Þið byrjið að minnsta kosti ekki á því — en það sem ég meina er ná- kvæmlega það að þú ert að eyðileggja þig með svona lífemi. ÁRMANN — Þú veizt — ég þoli ekki nein- ar frelsisskerðingar. STEFÁN — En hefurðu hugsað út í til hvers algjört frelsi leiðir? Ékki til annars en eigingirni og andlegs gjaldþrots, en það er þjónustan við lífið sem öllu máli skiptir, þjónustan. — Nei — þú verður að þroska hjá þér ábyrgðartilfinningu — verða hlutgengur og virkur þjóðfélagsþegn, eins og . . . já eins og ég. ÁRMANN — Eins og þú? STEFÁN — Já — þú sérð það sjálfur — þú lifir eins og hundur í þakherbergi og átt ekki einu sinni píanóið sem þú leikur á . . . ÁRMANN — Schubert hafði heldur aldrei efni á því að eignast hljóðfæri . . . STEFÁN — (heldur órruflaður áfram). En ég? Já líttu bara í kringum þig. Ég á fallegt heimili, ágæta konu og nýt álits í bankanum sem traustur og ábyggilegur starfsmaður. ÁRMANN — Já en, Stebbi . . . STEFÁN — Nei — ég á ekki við það að þú hættir að sinna hugðarmálum þínum. Það geri ég þrátt fyrir það að ég taki skyldur mínar alvarlega eins og þú veizt — en þetta yrði allt annað líf fyrir þig, allt annað. ÁRMANN — En ef ég skyldi nú vera á- nægður með það eins cg ég hef það? STEFÁN — Þú ert það ekki. ÁRMANN — Er ég það ekki? STEFÁN — Þú getur ekki verið það, það stríðir á móti allri skynsemi — og þú mátt heldur ekki vera það (gengur að honum og klappar honum á öxlina) þú veizt að ég hef aldrei viljað þér nema allt það bezta. ÁRMANN — Já ég veit það, en það er ein- mitt þess vegna sem ég skil ekki . . . STEFÁN — Allt það bezta . . . ÁRMANN — En segðu mér þá hreinskiln- inslega, myndirðu vilja óska þess að Schubert hefði alla tíð verið bindindis- maður og aldrei samið Ófullgerðu hljóm- kviðuna? STEFÁN — (hugsi og þegir). ÁRMANN — Þú manst hún fannst í rusla- kistu undir rúminu hans þegar hann var dauður. STEFÁN — Já, ég man það. ÁRMANN — Eða manstu ekki um daginn þegar þú komst til mín og sagðir mér að karlinn hefði allt í einu staðið fyrir aftan þig þar sem þú varst að ganga frá ein- hverjum plöggum. STEFÁN — (mikið niðri fyrir við endur- minninguna). Það heyrðist ekkert í hon- lim af því hann var á skinnskónum. ÁRMANN — Þú varst alveg miður þín, þú sagðir að hann hefði minnt þig á Der Erlkönig. STEFÁN — Já — ég man það allt. ÁRMANN — En hvemig á ég þá að skilja þig? STEFÁN — Nei — fyrirgefðu Ármann — ég 11 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.