Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 15

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 15
GL. KONA — (í djúpum endurminningum). Þegar maðurinn minn var jarðaður var alls staðar lokað — alian daginn — og það var flaggað í öllum kaupstaðnum. Ég man að Thomsen hengdi flagg út um gluggann hjá sér — hann var svo tryggur og einstakur hann Thomsen. STEFÁN — Ég er viss um að tengdafaðir minn hefur líka verið einstakur maður. GL. KONA — Hann Friðrik — já hann átti ekki sína líka. Aldrei skipti hann skapi hvað sem bjátaði á, alltaf brosandi og ljúfur. Hann var svo mikiil aristókrat — eiginiega allt of mikill aristókrat til þess að almenningur gæti áttað sig á honum. Ég man að Konráð sýsluskrifari sagði einu sinni við mig: Friðrik apótekari er of mikill heimsborgari fyrir svona lítinn kaupstað. GRETA — (hefur hætt að tala í símann og hiustar á móðir sína). Æ, góða mamma ... GL. KONA — (tautar). Jæja — jæja. (Frammi heyrist brambolt. Ebbi kemur í ljós. Hann er eitthvað yngri en Greta, glaðlyndur verzlunarmaður). EBBI — Er allt vit rckið úr húsinu — dyrn- ar stóðu opnar fram. GRETA — Nei Ebbi — strákurinn hefur skil- ið þær eftir . . . EBBI — (kyssir móður sína). Sæl og blessuð, elsku mamma. Hvernig líður þér? GL. KONA — Sæll og blessaður, væni minn. EBBI — Og Greta systir — hvað voruð þið að koma núna fyrst á fætur (hlær við) alltaf sömu hveitibrauðsdagamir hjá ykk- ur, ekki satt, mágur sæii? (slær hann kumpánlega á bakið). STEFÁN — Jæja — það er bezt að ég fari þá með fánann (ætlar fram). EBBI — Nú hvað stendur til? STEFÁN — Það er jarðarförin hans Valdi- mars. EBBI — Æjá — alveg rétt. Hann var nú aidrei neitt langlífisiegur á svipinn. GL. KONA — Jæja — ég verð víst að fara fram að gá að grasaseyðinu mínu (fer). STEFÁN — Hann dó frá fjórum ungbörn- um. EBBI — Deyr fé, deyja frændur — svona er lífið, gamli minn (klappar St.). GRETA — En það stendur enginn nær því en hann Stefán að taka við af honum. EBBI — Nei auðvitað ekki. GRETA — Samt er ég alveg viss um að það verði gengið framhjá honum aftur — hann er svo framtakslaus — hann held- ur að það sé hæverska — en það er bara roluháttur og ekkert annað. Maður á ekki að láta bjóða sér allt — STEFÁN — (órór) Jæja — jæja — ég verð þá víst að hafa mig á stað. EBBI — Svona hvaða asi er þetta — sjáið þið til (tekur upp blað). Hvað haldið þið að þetta sé? GRETA — Nei — Hvað er það? (St. horfir áhugalaus til Ebba). EBBI — Leyfið fyrir lóðinni. Ég frétti af því í morgun og sótti það strax. (leggur það á borðið Gr. og St. líta á það). GRETA — Hvað þú ert alitaf sniðugur, Ebbi — ég veit ekki hvernig færi fyrir ckkur ef við ættum þig ekki að. EBBI — O — o blessuð verið þið . . . STEFÁN — Nú ég skil ekkert í þessu — ég talaði við þá í fyrradag og þá var ekkert að frétta. EBBI — Maður hefur sín leynisambönd, ekki satt. Og nú framkvæmum við áætlunina eins og ég talaði um við þig í vor. — STEFÁN — Ég veit ekki nema þú farir full geyst í sakirnar, Ebbi. EBBI — Já það væri svo sem eftir þér að renna á rassinn með aiit saman. STEFÁN — Ég skil vel að þér sé akkur í því að fá stærra pláss fyrir efnagerðina, en ég er ekki búinn að kynna mér það enn hvort það sé leyfilegt að lögum að hafa efnagerð í íbúðarhúsi. EBBI — I kjallara — jú láttu mig um það. STEFÁN — Nei ég afþakka allar fyrirgreiðsl- ur þínar, það er vafasamur keimur af þeim. DAGSKRÁ 13

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.