Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 18
ast þér — því miður. Hún var nefnilega
byrjuð innan við fermingu.
FINNA — Það er ekki satt
NATAN — Það var blaðamál á sínum tíma
og kallað barnaskólahneykslið á Gríms-
staðaholtinu.
FINNA — Ég ætlaði einmitt að fara að
segja honum frá því — nú eyðileggurðu.
NATAN — Slæmar afsakanir.
FINNA — Heldurðu að ég hafi ekki mínar
afsakanir — jú — ég var alveg saklaus
þá — ég sver það.
NATAN — (hlær stcrkandi).
FINNA — Mér er sama núna — en mér var
ekki sama þá. Og um nóttina þegar þú
kysstir mig upp við steininn — og gerðir
svo ekki neitt — þá hélt ég að þú vissir
það og það væri þessvegna . . .
NATAN — Hóra.
FINNA — Þú getur kallað mig það núna —
en ég var það ekki þá.
NATAN — Hóra — þá og ævinlega (sezt).
En auðvitað er allt í lagi með það. Hór-
ur og morðingjar eru beztu fulltrúar nú-
tímans (lyftir glasi). Skál.
STEFÁN — Skál.
FINNA — (við N.). Þú hefur drepið allt
innan í mér.
NATAN — Ekki ennþá, beibí — seinna. það
er ennþá lífsneisti í þér (við St.). Og þú
bankastjóri tilverunnar segðu okkur fleira
úr dúkkuhúsinu, fleira úr því hetjulífi
(hlær við).
FINNA — (við N.). Þú ættir að skammast
þín að hæðast að honum.
NATAN — Ég er ekkert að hæðast að hon-
um. Mér er alvara. Eða heldurðu að ég
sé að hæðast eitthvað að þér?
STEFÁN — Ég veit ég er engin hetja.
NATAN — Góði vinur — hver er svo aumur
að vera ekki hetja í sjálfs sín sögum?
FINNA — En fékkstu stöðuna — í bankan-
um?
STEFÁN — Ég varð fulltrúi eftir Valdimar.
Vernharður bankastjóri kallaði mig upp
til sin, en í miðjum klíðum þegar við vor-
um að tala um bankastörfin sagði hann
allt í einu: Það var málvilla í greininni.
FINNA — Hvaða grein?
STEFÁN — I minningarorðunum eftir Valda.
NATAN — (hlær). Málvilla.
STEFÁN — Hún hlýtur að hafa komið inn
hjá setjurunum. Hún hefur áreiðanlega
ekki hrotið úr penna hjá mér — það er
útilokað.
FINNA — En var nokkur ástæða að taka
það svo nærri sér?
STEFÁN — Málvilla. Hugsaðu þér Vernharð-
ur bankastjóri les varla annað en Sturlungu
fyrir utan fjármálatíðindi — og gerast
sekur um málvillu, það er voðalegur hlut-
ur í hans augum. Hann hefur byggt sér
villu í íslenzkum sveitabæjarstíl með
torfþaki. Nei — þið skiljið það ekki —
Ég stóð þarna fyrir framan hann og vissi
að ég var sekur um höfuðsynd, eftir
fjórtán ára þjónustu, og ég gat ekki á-
frýjað dóminum til neinna hugsanlegra
dómstóla því að Vernharður bankastjóri
er réttlætið og annað réttlæti er ekki til.
NATAN — Ágætt — áfram með smjörið.
Stattu upp og haltu ræðu yfir gröf
óþekkta hermannsins.
STEFÁN — (stendur upp vandræðalegur).
Ég hef ekkert að segja. (forsviðið byrjar
að myrkvast). Ég hef bara Iifað mínu fá-
brotna lífi og reynt að gera skyldu mína,
já alltaf reynt að gera skyldu mína þó
að mér kannski mistekizt það . . .
O O O
Höfundur óskar þess getið, að þessi
atriði leikrits hans séu enn á uppkasts-
stigi og hann kunni að gera á þeim nokkr-
ar breytingar, áður en leikritið hlýtur
endanlega gerð.
Ritstj.
16
DAGSKRÁ