Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 23

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 23
komið til hugar sem orð væri á hafandi. Ég brosti á ný, án þess að gleyma að dylja tann- fyllinguna biksvörtu. Svo lét ég orð falla um það, að svo sannarlega væri leiðinlegt veður í dag. „Já; svo sannarlega," sagði gestur minn, í orðknöppum og skýrum tón þess, er ýmugust hefur á hverskyns málamyndaþvaðri. Hún Iagði fingurna flata á borðröndina, einsog gert er við tilraunaborð á miðilsfundum, en í næstu andrá kreppti hún þá eldsnöggt inní lófana — neglurnar voru táðar uppí kviku. Hún bar armband, all-hermannlegt, einna líkast tíma- mæli sjófarenda. Skífan var alltof stór fyrir grannan úlnlið hennar. „Þér voruð við kór- æfinguna,“ sagði hún ofur bláttáfram. „Ég sá yður.“ Ég þrætti síður en svo fyrir það, og kvaðst hafa heyrt rödd hennar aðgreina sig frá rödd- um hinna. Ég sagði mér fynndist hún hafa ágæta söngrödd. Hún kinkaði kolli. „Ég veit það. Ég ætla mér að verða atvinnusöngkona." „Virkilega? I óperum?" „Drottinn minn, nei. Ég ætla að syngja jass í útvarpið og græða sand af peningum. Svo þegar ég verð þrítug ætla ég að setjast í helgan stein og kaupa mér búgarð í Ohio.“ Hún snerti við gegnvctu hári sínu í hvirflin- um, flötum lófa. „Þekkið þér til í Ohio?“ spurði hún. Ég kvaðst hafa ferðazt þar um í járnbraut- arlest nokkrum sinnum, en ég þekkti í raun- inni ekkert til þar. Svo bauð ég henni flís af ristuðu kanelbrauði. „Nei þakka yður fyrir," sagði hún. „Satt að segja borða ég ekki meiren fuglsungi." Sjálfur beit ég í brauðsneið og hafði orð á því, að ekki væri nú allt gull sem glóði í Ohio. „Ég veit það. Ameríkani sem ég hitti sagði mér það. — Þér eruð ellefti Ameríkaninn sem ég kynnist.“ Fóstra hennar var nú tekin að gefa henni ótvírætt merki um að hverfa aftur að sínu eigin borði — beinlínis skipun um að hætta að ónáða manninn. Engu að síður sneri gest- ur minn stól sínum nokkra þumlunga undan, þannig að hún rauf með öllu frekara samband við borð sitt með því að snúa í það bakinu. „Þér gangið í þennan Ieynilega skóla upp- lýsingaþjónustunnar hér uppiá hæðinni, er ekki svo?“ spurði hún fálega. Varfærinn, einsog hver og einn um þessar mundir, svaraði ég á þá leið, að ég dveldist um stundarsakir í Devonshire heilsu minnar vegna. „Svo-o?“ sagði hún. „Ég er nú samt ekki fædd í gær, megið þér vita.“ Ég kvaðst líka vita það, mikil ósköp. Svo drakk ég teið mitt um stund. Ég var ekki laus við að finna fyrir óþægindum, í þeim stellingum sem ég sat, svo ég rétti eilítið úr mér í sætinu. „Þér komið manni óvenju gáfulega fyrir sjónir sem Ameríkani," sagði gestur minn hugsi. Ég sagði henni, að slíkt væri ívið stór- mennskulegt til að hafa orð á, endaþótt manni kynni að detta það í hug, og að ég vonaði hún teldi það raunar ósamboðið virð- ingu sinni. Hún roðnaði — og veitti mér um leið ósjálfrátt þá félagslegu jafnvægisaðstöðu sem mig hafði skort. „En hvað um það. Flestir þeir Ameríkanar sem ég hef séð, hafa hagað sér einsog skynlausar skepnur. Þeir eru stöð- ugt að tuskast hver við annan, móðga fólk og — Vitið þér hvað einn þeirra gerði?“ Ég hristi höfuðið. „Einn þeirra kastaði tómri viskýflösku innum gluggann hjá frænku minni. Sem betur fer var glugginn opinn. En finnst yður nú slíkt vera gáfulegt?" Það fannst mér ekki beinlínis, en ég sagði það ekki. Ég sagði, að útum allan heim væri fjöldi hermanna, langt burtu frá heimilum sínum, og fæstir þeirra hefðu notið raunveru- legra gæða lífsins. Þetta sagðist ég halda að flestir myndu geta skilið hjálparlaust. „Má vera,“ sagði gestur minn, án sérstakr- ar sannfæringar. Hún bar höndina aftur uppí blautt höfuðið, greip um fáein ljós og regnvot hár og reyndi að hylja með þeim eyrun, sem DAGSKRÁ 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.