Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 24
stóðu framundan. „Hárið á mér er bara renn-
blautt,“ sagði hún. „Ég lít hræðilega út.“
Svo leit hún á mig. „Ég er með reglulega vel-
liðað hár, þegar það er þurrt.“
„Ég sé það. Ég sé þú hefur það.“
„Að vísu ekki alveg hrc-kkið, en mjög vel
liðað,“ sagði hún. „Eruð þér kvæntur?"
Ég sagði svo vera.
Hún kinkaði kolli. „Eruð þér innilega ást-
fanginn af konunni yðar? Eða má vera ég sé
of nærgöngul?"
Ég sagðist skyldi láta hana vita, þegar mér
fyndist hún of nærgöngul.
Hún þokaði höndunum og handleggjunum
lengra framá borðið, og ég man vel hve mig
langaði til að gera eitthvað við þetta tröll-
aukna armbandsúr sem hún bar — jafnvel
leggja til, að hún reyndi heldur að setja það
um mittið.
„Yfirleitt er ég ekkert sérlega félagslynd,“
sagði hún, og Ieit á mig til að sjá hvort ég
skildi meininguna að baki orðunum. Ég Iét
hana samt ekkert á mér skilja, hvorki til né
frá. „Ég gekk hingað yfirtil yðar, einungis
vegna þess mér fannst þér vera svo framúr-
hófi einmana. Þér hafið frámunalega við-
kvæma andlitsdrætti."
Ég sagði hún hefði rétt fyrir sér hvað það
snerti, að ég hefði verið einmana, og að mér
þætti vænt um hún skyldi hafa komið.
„Ég er að reyna að þjálfa mig í að verða
samúðarríkari en ég hef verið. Frænka mín
segir ég sé voða kaldlynd að eðlisfari,"
sagði hún cg fór enn einu sinni með hönd-
ina uppí hárið. „Ég bý hjá frænku minni.
Hún er alveg einstaklega góð manneskja.
Síðan móðir mín dó hefur hún gert allt sem
hún hefur getað, tilað okkur Charles megi
líða vel.“
„Gleðilegt að heyra."
„Mamma var framúrskarandi vel gefin
kona. Einkar skilningsnæm, á margan hátt.“
Hún leit á mig, með næsta ferskri skerpu í
augnaráðinu. „Finnst yður ég vera sérlega
kaldlynd?"
Ég sagði, að það finndist mér alls ekki —
satt að segja: beinlínis hið gagnstæða. Síðan
sagði ég henni nafn mitt og spurði hana að
heiti.
Hún hikaði við. „Fornafn mitt er Esmé.
Ég veit ekki hvort ég á að segja yður fullt
nafn mitt, að svo stöddu. Ég ber titil; og það
getur kennske haft áhrif á afstöðu yðar til
mín. Maður veit hvernig Ameríkanar eru.“
Ég kvaðst ekki halda, að slíkt hefði nein
áhrif á mig; hinsvegar gæti verið góð hug-
mynd útaf fyrir sig að láta alla titla liggja
milli hluta enn um sinn.
Einmitt í þessu fann ég fyrir hlýjum andar-
drætti á hnakkann. Ég leit við og rétt slapp
undan að reka nefið í andlitið á bróður henn-
ar litla. Hann talaði til systur sinnar, án þess
að virða mig viðlits: „Miss Megley segir þú
verðir að koma og ljúka við teið þitt!“ Er
hann hafði skilað erindinu, sneri hann sér að
stólnum milli mín og systurinnar, mér á hægri
hönd. Ég virti hann fyrir mér af miklum á-
huga. Hann leit prýðisvel út, í brúnum Shet-
lands-stuttbuxum, fjólublárri treyju, hvítri
skyrtu og með röndótt hálsbindi. Hann
mændi á mig aftur, stórum grænum augum.
„Hversvegna kyssist fólk í bíómyndum alltaf
á ská?“ spurði hann hvatskeytslega.
„Á ská?“ sagði ég. Þetta var vandamál,
sem hafði ásótt sjálfan mig í bernsku. Ég
kvaðst halda að nefin á leikurum væru svo
stór, að þeir gætu ekki kysstst beint framan-
frá.
„Hann heitir Charles," sagði Esmé. „Hann
er framúrskarandi þroskaður eftir a!dri.“
„Sveimér, hann er græneygður. Ertu það
ekki, Charles?“
Charles sendi mér það tómlætislega augna-
ráð, sem spurning mín átti skilið; Iét síðan
mjakast niðurávið, framaf stólnum, unz hann
var allur kominn undir borð nema hausinn,
sem hann lét hvíla á stólsetunni, afturkeyrður
líktog fimleikamaður. „Þau eru appelsínugul,”
sagði hann með áreynslu og góndi uppí loftið.
Síðan greip hann í horn á borðdúknum og
lagði það yfir smáfrítt og kæruleysislegt and-
litið.
„Stundum er hann svo skýr, en stundum
ekki,“ sagði Esmé. „Stattu upp, Charles!"
22
DAGSKRÁ