Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 26

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 26
„Charles saknar hans óhemju-mikið.“ sagði Esmé eftir andartaks þögn. „Hann var fram- úrskarandi elskulegur maður. Og hann var ein- staklega fallegur líka. Ekki svo að skilja, að útlit fólks skipti svo miklu máli, en hann var það. Hann hafði næstum uggvænlega skörp augu, hvað er óvenjulegt meðal manna, sem eru góðmennskan holdi klædd.“ Eg kinkaði kolli. Ég kvaðst og ímynda mér, að faðir hennar hefði ráðið yfir óvenju mikl- um orðaforða. „Ó, já, óvenjumiklum," sagði Esmé. „Hann var skjalavörður — ó-Iærður sem slíkur, að sjálfsögðu." í sömu andrá fann ég fyrir áreitnislegu dangli, nánast höggi, á ofanverðan handlegg- inn, þaðansem Charles var. Ég sneri mér að honum. Hann sat nú á stólnum í alltaðþví eðlilegum stellingum, nemahvað hann hafði dregið innundir sig annað hnéð. „Hvað sagði veggurinn við hinn veginn?" spurði hann hvellt. „Þetta er gáta!“ Ég renndi augunum uppávið, íhugandi, og endurtók spurninguna upphátt. Síðan leit ég á Charles, ærið vandræðalegur, og kvaðst gefast upp. „Við hittumst útí horni!“ gall við svarið, fullum hálsi. Þetta vakti mikla kátínu hjá Charles sjálf- um. Honum fannst þetta afbragðs fyndið. Esmé varð jafnvel að ganga að honum og berja hann í bakið, rétteinsog stæði f hon- um. „Svona, hættu nú þessu,“ sagði hún. Svo gekk hún aftur í sæti sitt. „Hann leggur þessa sömu gátu fyrir hvern sem hann hittir, og fær hláturskast í hvert einasta skipti. Venju- lega slefar hann þegar hann hlær. Svona, fyrir alla muni hættu þessu.“ „Þetta er samt einhver bezta gátan sem ég hef heyrt,“ sagði ég og leit til Charles, sem smámsaman var að jafna sig. Viðbragð hans við þessu hrósi var það, að hann lét sig síga til muna Iengra niðurmeð stólnum og huldi andlit með borðdúkshorninu aftur, alltuppað augum. Svo horfði hann á mig, þessum ó- byrgðu augum sínum, leiftrandi af kátínu í rénun — og stollti þess er kann eina eða tvær bráðsnjallar gátur. „Leyfist mér að spyrja hvað þér störfuðuð áður en þér fóruð í herinn?“ spurði Esmé. Ég sagðist alls ekki hafa starfað neitt; að ekki væri nema ár síðan ég lauk skóla, en afturámóti Iangaði mig til að geta helgað mig smásagnagerð. Hún kinkaði kolli hæversklega. „Nokkuð birt?“ spurði hún. Þetta var ærið algeng spurning, en jafnan nokkuð viðkvæm, og ein þeirra sem ég var ekki ætíð reiðubúinn að svara viðstöðulaust. Ég tók að skýra frá því, að flestir amerískir útgefendur væru einn hópur af — „Faðir minn skrifaði svo fjarska vel,“ greip Esmé fram í. „Ég geymi fjölmörg bréf frá honum handa komandi kynslóðum." Ég sagði mér fyndist það ágæt hugmynd. Aftur varð mér litið á þetta skífustóra og tíma- mælislega armbandsúr hennar. Ég spurði, hvort faðir hennar hefði átt það. Hún leit á úlnlið sér, alvarleg. „Já, hann átti það,“ sagði hún. „Hann gaf mér það skömmu áður en við Charles fórum að heim- an.“ Hún varð óstyrk og tók hönd sína af borðinu, um leið og hún bætti við: „Beinlínis sem minjagrip, skiljanlega." Svo vék hún tal- inu að öðru efni. „Mér myndi finnast það alveg einstakur heiður, ef þér einhverntíma vilduð skrifa sögu sem einungis væri ætluð mér. Ég er sólgin í allt lesmál.“ Ég sagðist svo sannarlega skyldi gera það, ef ég gæti. En ég kvaðst ekki vera ýkja frjór. „Hún þarf ekki að vera svo ýkja frjó! Aðeins hún sé ekki barnaleg og heimskuleg." Svo hugsaði hún málið betur: „Ég kýs helzt óþrifalegar sögur.“ „Kýst helzt — hvað?“ sagði ég og laut framávið. „Óþrifalegar sögur. Ég hef framúr hófi mik- inn áhuga á hinum óþrifalegu hliðum mann- lífsins." Ég ætlaði að fara að ganga eftir nánari skýringu, en fann þá hvar Charles kleip mig fast í handlegginn. Ég snéri mér að honum og gretti mig eilítið. Hann stóð þarna, alveg 24 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.