Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 27

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 27
oní mér. „Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn?" spurði hann, ósköp bláttáfram. „Þú ert búinn að spyrja hann að þessu,“ sagði Esmé. „Og hættu nú þessu.“ Charles skellti skolleyrum við systur sinni, klifraði uppá hné mér og endurtók þessa spurningu allra spurninga. Ég rak augun í, að hálsbindið hans hafði aflagazt. Ég lagaði það, leit svo beint framaní hann og sagði í ágizkunartón: „Hittumst útí horni?“ Oðaren ég hafði sleppt orðunum sá ég eftir að hafa sagt þau. Charles gapti við. Mér fannst ég beinlínis eiga sök á því, að hann skyldi gapa. Hann steig niðuraf mér og gekk með þóttafullum virðuleik aftur að sínu eigin borði, án þess svo mikið sem líta um öxl. „Hann er fckvondur," sagði Esmé. „Hann er fjarska skapbráður. Mömmu haetti til að spilla honum. Pabbi var sá eini, sem ekki spillti honum." Ég virti Charles fyrir mér þar sem hann var nú seztur, farinn að drekka teið sitt og hélt á bollanum báðum höndum. Ég var að vona að hann myndi Iíta við, en það gerði hann ekki. Esmé stóð upp. „II faut que je parte aussi," sagði hún og andvarpaði. „Kunnið þér frönsku?" Ég reis úr sæti einnig, og kenndi í senn eftirsjár og undrunar. Við Esmé tókumst í hendur; einsog ég hafði vænzt var hönd henn- ar mjög óstyrk, lóíinn sveittur. Ég tjáði henni, með enskum framburði á orðunum, hve mér hefði verið það geysi-mikil ánægja að kynn- ast henni. Hún kinkaði kolli. „Ég bjóst líka við því,“ sagði hún. „Ég er mjög ræðin, eftir aldri.“ Enn einusinni kannaði hún hár sitt Iauslega með hendinni. — „Mér þykir svo ákaflega leitt hvernig hárið á mér er komið,“ sagði hún. „Það hefur víst verið skelfilegt að sjá mig.“ „Enganveginn! Satt að segja sýnist mér ekki betur en flestir liðirnir séu farnir að koma í Ijós aftur — nú þegar.“ Hún snart örsnöggt við hári sínu á ný. „Haldið þér að þér komið hingað aftur á næstunni?“ spurði hún. „Við komum hingað á hverjum laugardegi, eftir kóræfingar.“ Ég kvaðst ekkert kjósa fremur, en því mið- ur þættist ég viss um að geta ekki komið því við oftar. „Með öðrum orðum: þér getið ekki talað um neitt sem varðar !iðsflutning,“ sagði Esmé. Hún sýndi engin merki þess að ætla að hverfa strax frá borðinu. Það sem meira var: hún setti annan fótinn skáhallt framyfir hinn, leit niðurfyrir sig og teygði úr ristinni. Þetta smá- vægilega viðvik fór henni prýðisvel, því hún var klædd hvítum háleistum, og öklar hennar og fótleggir fagrir á að sjá. Skyndilega leit hún á mig. „Mynduð þér vilja að ég sendi yður línu?“ spurði hún, og brá litum eilítið. „Ég skrifa afburða skilmerkileg bréf eftir a — “ „Það myndi gleðja mig stórlega." Ég dró fram blýant og blað og skrifaði nafn mitt, hergráðu, númer herdeildar minnar og nafn herpóststöðvarinnar. „Ég skal skrifa yður á undan,“ sagði hún um leið og hún tók við blaðinu, „svo yður finnist þér ekki eiga neitt á hœttu." Hún stakk utanáskriftinni niðurí vasa á kjólnum sínum. „Verið þér sælir," sagði hún svo og gekk aftur að borði sínu. Ég pantaði aðra könnu af tei, sat kyrr og virti systkinin fyrir mér, unz þau stóðu upp, ásamt hinni ángráðu Miss Megley, og sýndu fararsnið. Charles gekk í fararbrcddi og haltr- aði vesaldarlega, einsog sá sem hefur annan fótinn nokkrum þumlungum styttri en hinn. Hann leit ekki við til mín. Næst honum gekk Miss Megley; loks Esmé, sem vinkaði til mín. Ég veifaði á móti og reis til hálfs úr sætinu. Fyrir mig var þetta furðu hrifnæm stund. Ekki var mínúta liðin, þegar Esmé gekk aftur inn í testofuna með Charles í eftirdragi og hélt í jakkaermi hans. „Charles langar til að gefa yður kveðjukoss," sagði hún. Ég lagði bollann frá mér þegar í stað; sagði að þetta væri mjög vingjarnlega hugsað, en spurði jafnframt hvort hún væri nú alveg viss . . . dagskrá 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.