Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 30

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 30
ugur fylgdarmaður hans frá innrásardeginum í þeim fimm meginorrustum sem á eftir fóru. Hann bjó á neðrihæðinni og var vanur að líta upp á þá efri tilað hitta X, þegar hann þurfti að Iosa sig við kjaftasögur eða búkvind, nema hvorttveggja væri. Þetta var hávaxinn maður og hvatlegur, tuttugu og fjögurra ára. Meðan á stríðinu stóð hafði virðulegt tímarit birt mynd af honum tekna í Hiirtgensskógi; þar hafði hann meiren viljugur stillt sér fyrir framan Ijósmyndavélina með tvo guðsþakk- ar-kalkúna, sinn í hvorri hendi. „Ert’ að skrifa bréf?“ spurði hann X. „Fjandans draugatýra er innihjá þér.“ Hann kunni yfir- leitt betur við að koma inn í herbergi þarsem ljós hékk í loftinu. X snéri sér við í stólnum og bað hann að ganga inn; og að gæta þess að stíga ekki ofaná hundinn. „Ekk’ oná — hvern?“ „Alvin. Hann er rétt fyrir neðan fætuma á þér, Clay. Hvemig væri svo að kveikja á lampafjandanum?" Clay fann kveikjara ofanljóssins, þrýsti á hann, stikaði síðan yfir gólf herbergiskytr- unnar og settist á rúmstokkinn, beint á móti húsráðanda. Múrsteinsrautt hár hans, nýgreitt, var gegnblautt af öllu því vatni sem honum þótti svo bráðnauðsynlegt tilað geta talizt í sæmilegu ásrandi. Hárgreiða með lindar- pennaklemmu stóð samkvæmt venjunni upp- úr hægrivasanum á grábrúnni skyrtu hans. Yfir vasanum vinstrameginn bar hann ein- kennismerki fótgönguliða (sem honum var ó- leyfilegt að bera, samkvæmt lögum), evrópska stríðsborðann með fimm bronsstjörnum á- saumuðum (í stað þess með einni silfur- stjörnu, er jafngilti fimm úr bronsi), auk her- þjónustuborða fráþví fyrir árásina á Pearl Harbour. Hann dæsti mikinn og sagði ,Jesús almáttugur". Engin alvara lá á bakvið það; þannig létu menn í hernum. Hann dró sígar- ettupakka uppúr skyrtuvasanum, tók fram eina, stakk síðan pakkanum niður aftur og hneppti vasalokunni. Hann leit sauðarlega í kringum sig í herberginu, þarnasem hann reykti. Loks námu augu hans staðar við út- varpstækið. „Heyrðu mig,“ sagði hann. „Þeir eru með eitt herjansmikið leikrit í varpinu eftir tvær-þrjár mínútur, Bob Hope og ég veit ekki hvað.“ X opnaði nýjan sígarettupakka og kvaðst vera nýbúinn að skrúfa fyrir tækið. Clay horfði á X kveikja sér í sígarettunni, en var þó ekki af baki dottinn „Jesúskristur," sagði hann, uppnæmur af þvísem fyrir augu hans bar. „Sjá þessar hendur á þér. Þú ert sveimér skjálfhentur, lagsm. Tekið eftir því, ha?“ X lauk við að kveikja í sígarettu sinni, kinkaði kolli, og hafði orð á því að Clay hefði sannarlega auga fyrir smáatriðum. „Ekkert grín, get ég sagt þér. Fjandinn fjarri mér, en það var næstum liðið yfir mig þegar ég sá þig á spítalanum. Þú leizt út eins og afturganga. Hvað hefurðu létzt mikið, ha? Hvað mörg pund? Veiztuða?" „Ég veit það ekki. Hvað er annars að frétta úr þeim bréfum sem þú fékkst meðan ég var í burtu? Heyrt nokkuð frá Lorettu?" Loretta var stúlka Clays. Þau hugsuðu sér að giftast við fyrsta henrugt tækifæri. Hún skrifaði honum mjög reglulega — frá paradís þrefaldra upphrópunarmerkja og ónákvæmra athugana. Öll styrjaldarárin hafði Clay lesið hvert einasta bréf Lorettu upphátt fyrir X, sama hve persónuleg þau voru — satt að segja: með því meiri ánægju sem þau voru persónulegri. Eftir hvern lestur var venja hans að biðja X að koma saman svarbréfi fyrir sig, ellegar lauma inní þau nokkrum áhrifaríkum orðum á frönsku eða þýzku. „Jájá, ég fékk bréf frá henni í gær. Niðrí herbergi hjá mér. Sýni þér það seinna,“ anz- aði Clay tómlátlega. Hann rétti úr sér á rúm- stokknum, hélt niðrií sér andanum og gaf frá sér langan hljómmikinn ropa. Svo slakaði hann á aftur, aðeins hálfánægður með frammi- stöðuna. „Þessi bróðurómynd hennar er að losna úr sjóliðinu útá mjöðmina á sér.“ Hann rétti úr sér að nýju og gerði aðra ropatilraun, en með ennþá lakari árangri. Gleðibjarma brá fyrir í svip hans: „Heyrðu mig. Meðan ég man: við verðum að komast á lappir klukkan 28 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.