Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 31
fimm í fyrramálið og fara til Hamborgar, eða
hvert sem það nú er. Sækja Eisenhower-jakka
á allt stóðið."
X leit til hans, illskulega; kvaðst ekki langa
í neinn Eisenhower-jakka.
Svo var að sjá sem Clay yrði hissa, alltað-
því særður. „Nú, þeir eru prýðilegir! Þeir eru
fallegir. Því ekki?“
„Skiptir engu. Hversvegna ætti maður að
vera rífa sig upp klukkan fimm? Fjandinn
hafi það — það er þó ekki stríð lengur.“
„Ekki veit ég það — en við eigum að vera
komnir fyrir hádegið. Þeir eru með einhver
eyðublöð á ferðinni, sem maður á að hafa
útfyllt fyrir mat. . . . Ég spurði Bulling, því
við gætum ekki útfyllt þau í kvöld — hann
hejur þessa blaðafjanda nefnilega í skrifborðs-
skúffunni hjá sér. En hann vill ekki opna um-
slögin strax, hórunginn sá arni.“
Báðir sátu þöglir um stund, sárgramir Bull-
ing.
Alltíeinu leit Clay á X, af nýjum og aukn-
um áhuga. „Heyrðu mig nú,“ sagði hann.
„Veizt’ að þú ert með krampa allsstaðar í
smettinu öðrumeginn?"
X kvaðst vita það mætavel, og bar hönd-
ina fyrir.
Clay horfði á hann andartak; sagði síðan
hinn hreifasti, einsog hann kæmi með ein-
dæmagóðar fréttir: „Ég skrifaði Lorettu, að
þú hefðir fengið taugaáfall.“
„Jæja?“
„Ojájá. Hún hefur svo skratti mikinn á-
huga á öllu slíku. Hún grúskar í sálarfræði."
Clay hallaði sér endilöngum ofan á rúmið, í
skónum. „Veiztu hvað hún sagði? Hún segir
að enginn maður fái taugaáfall bara af stríð-
inu og því. Hún segir þú hafir líklega alltaf
verið svona tæpur alla þína hundstíð."
X skyggði með höndum fyrir augun —
ljósið yfir rúminu virtist blinda hann — og
sagði, að skilningur Lorettu á hlutunum væri
jafnan mikið ánægjuefni.
Clay gaut til hans hornauga. „Takt’ eftir
því, Iagsi minn,“ sagði hann. „Hún hefur svo
sannarlega meira vit á sálarfræði en þú."
„Heldurðu þú getir fengið af þér að draga
þessar óhreinu býfur þínar ofanaf rúminu
mínu?“ spurði X.
Clay hélt löppunum kyrrum stutta stund,
svosem tilað gefa í skyn, að enginn þyrfti að
skipa sér fyrir, hvar hann ætti að hafa þær;
sveiflaði þeim síðan snögglega og settist
framá. „Ég er hvortsemer að fara niður. Þeir
hafa útvarpið opið innihjá Walker." Samt
stóð hann ekki upp af rúminu. — „Æjá. Ég
var rétt áðan að tala við hórungann hann
Bernstein þarna niðri. Manstu þegar við, þú
og ég, vorum á leiðinni til Valognes og þeir
baunuðu á okkur í tvær klukkustundir sam-
fleytt, að minnsta kosti; og að ég skaut katt-
arfjandann sem stökk uppá vélarhúsið á jepp-
anum meðan við héldum kyrru fyrir í göng-
unum? Manstu?“
„Já — farðu bara ekki að tala enn einu-
sinni um þennan kött, Clay, fari hann norður
og niður. Ég vil ekki heyra hann nefndan."
„Nei, ég ætlaði bara að segja þér, að ég
skrifaði Lorettu um það allt. Hún og öll sál-
fræðideildin ræddu málið fram og aftur. í
sjálfum kennslustundunum, meira að segja.
Prófessorshelvítið og al!ir.“
„Stórfínt. En mig langar bara ekki til að
vita það Clay.“
„Nei, en veiztu hvaða ástæðu Loretta nefn-
ir fyrir því, að ég skellti skoti á köttinn? Hún
segir að ég hafi verið haldinn augnabliks geð-
bilun. í alvöru. Eftir skotárásina og allt það.“
X fór með fingurna gegnum óhreint hárið,
einu sinni; byrgði síðan augu sín fyrir Ijósinu
aftur. „Þú varst ekkert geðbilaður. Þú gerðir
bara ofur einfaldlega þaðsem þér bar að gera.
Þú sálgaðir kattarkvikindinu á eins drengi-
legan og djarflegan hátt og frekast var unnt
undir slíkum kringumstæðum."
Clay leit á hann, tortrygginn. „Um hvað í
djöflinum erru að tala?“
„Kötturinn sá arna var njósnari. Þú neydd-
ist til að hleypa á hann meðan færi gafst.
Þetta var útspekúleraður þýzkur smápúki,
klæddur loðfeldi af ódýrasta tagi. Það var því
enganveginn ómannúðlegt, grimmt, óhreint
eða svo mikið sem — “
„Fari það norður og niður!“ hvæsti Clay
29
DAGSKRÁ