Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 33

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 33
en ég hef verið svo óheraju önnum kafin, þareð frænka mín hefur verið með hálsbólgu, sem næstum var búin að gera út af við hana, og ég þar af leiðandi orðið að taka á mig hverja ábyrgðina á fætur annarri. Engu að síður hef ég þráfaldlega hugsað til yðar, og til þeirrar óvenju-skemmtilegu eftirmiðdagsstund- ar er við vorum saman, þ. 30. apríl 1944 milli kl. 3,45 cg 4,15 e.h. — ef þér skylduð vera búinn að gleyma því. Við erum öll framúr hófi spennt og gagn- tekin af tilhugsuninni um innrásina, og von- um það eitt, að hún megi binda sem skjót- astan endi á stríðið og það líferni sem er hlá- legt — svo ekki sé fastara að orði kveðið. Við Charles erum mjög áhyggjufull yðar vegna; við vonum að þér hafið ekki verið meðal þeirra sem fyrstir hófu áhlaupið á Cotentin-skagann. Voru þér það? Verið svo góður að svara mér eins fljótt og þér getið. Hjartanlegustu kveðjur frá mér til konunnar yðar. Yðar einlæg ESMÉ P. S. Ég leyfi mér að leggja hér hjá arm- bandsúrið mitt, sem þér megið halda í fórum yðar meðan á heimsátökunum stendur. Ég tók ekki eftir því, hvort þér voruð með nokk- urt armbandsúr þessa stuttu stund sem við hittumst, en þetta úr hér er fullkomlega vatnsþétt og þolir hverskyns hristing, auk þess sem það hefur fjölmargt annað sér til ágætis, svosem það, að maður getur mælt gönguhraða sinn ef maður vill. Ég er sannfærð um, að það mun koma yður að stórum meira gagni þessa erfiðu daga, heldur en það hefur nokk- urntíma orðið mér sjálfri, og að þér munið taka við því sem hamingjugrip. Charles sem ég er nú að kenna lestur og skrift — og hef komizt að raun um, að er frámunalega vel-gefinn nemandi — langar til að bæta hér við örfáum orðum. Verið svo elskulegur að skrifa mér svo fljótt sem þér hafið tima og löngun til. HALLÓ HALLÓ HALLÓ HALLÓ HALLÓ HALLÓ HALLÓ HALLÓ Löng stund leið, áðuren X gæti lagt frá sér bréfið, að ekki sé talað um hitt: tekið armbandsúr föður Esmé uppúr öskjunni. Þeg- ar hann loks gat fengið sig til þess, sá hann að glerið hafði brotnað í öllum flækingnum. Hann vildi gjarnan geta vitað, hvort úrið væri óskemmt að öðru leyti, en hafði ekki kjark til að draga það upp og kcmast að raun um hið sanna. Hann sat bara með það í höndunum, drykklanga stund. Svo fann hann, skyndilega og sem í leiðslu, ríka þörf fyrir að geta sofnað. Hugsaðu þér verulega svefnþurfandi mann, Esmé, — undir öllum kringumstæðum hlýtur slíkur að eiga enn tækifærið til að verða að nýju maður með fullkom- með fullkomlega óskerta s-a-n-s-a. J. D. SALINGER er Bandartkjamaðtir, jæddur í New York 1919. Hann gegndi herþjónustu árin 1942—46. Salinger tók ungur að rita smásögur, og hafa sögur hans birzt i fjölmörgum tímaritum. 1948 kom út smásagnasafn hans, Nine Stories, og hlaut þegar mjög góðar viðtökur. J. D. Salinger hefur skrifað eina skáldsögu, The Catcher in the Rye, sem út kom 1951. Sú bók hlaut mesölu og er talin mjög gott verk. Salinger Uetur einkum vel að lýsa börnum og unglingum og sálarlífi þeirra eins og sjá má af sögunni hér að framan, en hún er ein af beztu smásögum hans. dagskrá 31

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.