Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 36
GRÍMUR JÓNSSON:
3 FRÁSAGNIR
kúar ettu tiiw^ur?
Ég er vindur, og ég leik mér milli trjánna, rek þoku milli fingra mér og blæs
rykinu hátt í loft.
Vindur, hvert ertu að fara? spyr lítill drengur. Hann fálmar báðuin hönd-
um út í loftið, en vindurinn snýr honum við og hristir hann til og hleypur
hlæjandi leiðar sinnar. Hvert ertu að fara, vindur? Lítill drcngur vill fljúga
en kemst ekki úr sporunum.
Ó, sagði stúlkan. Hún stóð á vegarbrún, ung og hrein, og vindurinn kyssti
hana af ástríðu og gældi við hana áleitnum fingrum. Ó, sagði stúlkan og
brosti. Hún var svo ung og vissi ekki að vindurinn hafði sakleysi hennar á
braut með sér.
Ég er vindur, og ég hleyp yfir heiðar og dali, mannabyggð og landleysu, og
hlátur minn bergmálar í fjöllunum.
Gættu þín að villast ekki, segir gamall maður vorkunnlátur. Hann stendur
á torginu með staf og hvítar hærur og hefur skömm á öllum galgopaskap.
Bráðum hleypur hann á eftir hattinum sinum og bölvar.
Ég er vindur, og ég hleyp hlæjandi leiðar minnar. En hvar er það sem ég
leita, hver ert þú sem ég leita á fjalli og í dal, í grænum skógi og á blásnum
mel?
34
DAGSKRÁ