Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 39
Tonlistarskólann og lagði þar stund
á fiðluleik. Hann hætti þó því námi
og las um hríð utanskóla við Mennta-
skólann í Reykjavík. Síðar gerðist
hann blaðamaður og auglýsingastjóri
hjá Þjóðviljanum, og við verzlunar-
störf vann hann hjá Raftækjaverzlun
Eiríks Hjartarsonar.
Sá sama leilc jimmtán sinnum.
Lágu til þess nokkrar sérstakar or-
sakir, að þú gerðist leikari, Gísli?
— Ja, leikari, segir hann. — Það
hefur nú eiginlega aldrei hvarflað að
mér, að mér myndi hlotnast sú gæfa
í lífinu að verða leikari.
Ég man ekki, hvenær það var. Ég
var eitthvað tíu ára, þegar ég sá leik-
ið í fyrsta sinn. Það var Dauðinn nýt-
ur lífsins. Svo einhvern veginn gerj-
aðist þetta innra með mér. Ég fór
einhvern tíma þá á eftir að fara nið-
ur í Iðnó að horfa á leiksýningar. Ég
átti nú engan að hjá Leikfélaginu eða
Iðnó, svo að ég reyndi að kaupa mér
stæði. Ég fór stundum tíu—fimmtán
sinnum að horfa á sama leikritið. Svo
var það, að hún frú Kristín Thor-
berg, sem sekli aðgöngumiðana, fór
að taka eftir mér. Hún var mér mjög
góð og tók að hleypa mér inn ókeyp-
is. Þetta var í nokkur ár.
Þessi mikla leikhússókn mín minnk-
aði að vísu, þegar ég fór að vinna, en
áhuginn fyrir þessu var alltaf jafn.
Svo var það einn gamall vinur
minn, sem ég hafði oft spjallað við um
þessi mál fram og aftur. An þess að
ég vissi af, hringdi hann til Lárusar
Pálssonar og innritaði mig í leikskóla
hans. Þá var ég eitthvað 22 ára. Hjá
Lárusi var ég svo í þrjú ár. Síðasta
veturinn, sem ég var þar, lék ég eftir
nýjárið fyrsta hlutverk mitt. Það var
séra Laurentíus í Onnu Pétursdóttur,
og sama vetur lék ég í Segðu steinin-
um.
Manstu, hvað þú hefur farið með
mörg hlutverk síðan?
— Ekki nákvæmlega. Mig minnir,
að ég hafi leikið í eitthvað fimmtán
leikritum, en auk þess hef ég haft
tvær sýningar í Austurbæjarbíói, og í
fyrra var ég með Sumarleikhúsið í
Iðnó.
Ætlarðu ekki að halda Sumarleik-
húsinu áfram?
— Jú, við förum senn að æfa leik-
rit Terence Rattigans, French With-
out Tears. Skúli Bjarkan er að þýða
Gísli sem Ernest Mc Intire í Vér morðingjar
eftir Guðmund Kamban.
DAGSKRÁ
37