Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 41
var aldrei ánægður. Svo var farið að
sýna, og mér leið alltaf illa allar svn-
ingarnar. Ég fann aldrei það, sem ég
leitaði að. En þannig hlutverk geta
líka opnazt fyrir manni allt i einu.
Það var til dæmis í Mýs og menn.
Þar lék ég Slim. Eiginlega má kalla
hann ideal höfundarins. Og það er
alltaf erfitt að leika slíkar persónur.
Það æfði ég viku eftir viku og fann
aldrei tóninn. Þetta var ekki mikið
hlutverk, og ég sat oft frammi í sal
og horfði á, meðan hin voru að æfa,
og ég var alltaf að berjast við Slim.
Svo var það einu sinni, þegar verið
var að æfa negrasenuna, þar sem
Lenni kemur inn til negranna, og
negrinn segir: — Hingað kemur aldrei
neinn nema Slim. Þá allt í einu kom
það að mér, hvernig þessi maður væri
hugsaður. Mér fannst ég allt í einu
hafa það á valdi mínu, og þetta litla
hlutverk varð sú af rullum mínum,
sem mér hefur þótt einna vænst um.
Leitin leiðir til betri leiks.
Ef þér tekst að lokum í hlutverk-
um að ná sáttum við persónuna, sem
túlka skal, hvort myndir þú segja, að
væri vænlegra til góðs árangurs í leik
hlutverk, sem þér finnst í upphafi op-
ið, eða hin, sem kosta þig baráttu?
— Stritið og leitin finnst mér oft-
ast hafa leitt til betri og áhrifameiri
leiks bæði hjá mér sjálfum og þeim
leikurum, sem hafa leikið hjá mér
sem leikstjóra. Við þessa leit og bar-
áttu við rulluna koma upp mörg at-
riði, sem ella myndu e.t.v. fara for-
görðum. Ef manni virðist hlutverkið
hins vegar strax í upphafi standa op-
ið og öðlast fljótt einhvern ákveðinn
og fastan skilning, er meiri hætta á,
að ýmis slík smáatriði verði útundan.
Það er ekkert eins hættulegt og að
festa sig í upphafi í einhverri ákveð-
inni túlkun. Og ég berst alltaf við það
til síðustu stundar að halda hlutverk-
inu opnu fyrir öllum áhrifum, öllu,
sem vill bætast við, eftir því sem
skilningur manns skýrist við fleiri æf-
ingar. Þannig finnst mér vænlegast til
góðrar túlkunar, að hlutverkið smá-
opnist fyrir manni. Þá má í lokin sam-
safna öllum þeim atriðum, sem fram
koma, meðan á baráttunni stendur.
Leikari og leikstjóri.
Hvað viltu segja um þátt leikstjór-
ans í sköpun og túlkun hvers leikara?
Gísli sem Slim l Mýs og menn eftir John
Steinbeck.
DAGSKRÁ
39