Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 49

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 49
Um snobberí Sine nobilitate — án göfgi. Mælt er, að enskir kennarar hafl fyrrum auðkennt þá lærisveina sína, er eigi voru af aSal- stigimi, meS þessum latnesku orðum. Úr þeim varS til skammstöfunin snob. Vafa- Iaust hafa þessir piltar borið nokkra virS- ing fyrir hinum aSalbomu skólabræðr- um. En á þeim öldum, sem IiðiS hafa, hefur orðiS snobb tekið merkingarbreyt- ingum, og er nú notaS til að tákna þá, sem með orðum og athöfnum sýna virðing. Engan veginn er þó orðið neitt virðingar- heiti, og margur maðurinn stenzt ekki reiðari en ef hann er kallaður snobb. Tíðast mun að nota snobb um þá, sem sýna því virðing, er þeir bera lítt eða ekki skynbragð á. Þar í flokki munu lista- snobbar af ýmislegasta tagi vera fremstir. Margt hefur ljótt verið sagt um listsnobba frá fyrstu tíð, og fáir tala af meiri fyrir- litning um þessa dýrkendur listanna, en listamennirnir sjálfir. Nú er það að bera virðing fyrir fögrum hlutum sízt að lasta, og margur listsnobbinn hefur gott verk unnið, frá því að Mæcenas gaf Hórasi að eta, þangað til Ragnar í Smára gait Steini Steinari skáldlaun. Þegar öliu er á botn- inn hvolft, held ég, að Iistasnobberí sé ein skásta tegund af snobberíi, sem þekkist á landi okkar. Sjaldnast nota listsnobb- arnir virðing sína fyrir list til þess að upphefja sjálfa sig nema þá að litlu og ómerkilegu leyti, sem sé þeirri umbun að iíta á sjálfa sig sem dálítið „fínt“ fólk. En það eru til margar aðrar tegundir af snobberíi á landi hér. Margir hafa beinlínis af því atvinnu að vera snobbar fyrir alls konar fyrirbærum. Eins og hinir fyrstu snobbar, skólapilt- arnir ensku, báru virðing fyrir aðals- mönnunum skólabræðrum sínum, er nú komið til sögunnar snobberi fyrir alþýð- leika. Frægast dæmi um alþýðusnobberí mun vera það, er Ólafur Thors talar fjálgum orðum á sjómannadaginn um dygðir sjó- sóknarinnar. Maður, sem aldrei hefur komizt í nánari snertingu við sjómennsku en eiga hlut í Kveldúlfi, getur afl- að sér geysilegra vinsælda með því að glamra í tuttugu mínútur um íslands Hrafnistumenn og baráttuna um lif og dauða úti á hinum salta ægi. Meðal verkalýðshreyfingarinnar hafa upp hafizt alls konar fígúrur við og við, sem aldrei hafa komið nálægt störfum verkamanna. Olíusalar, bamakennarar, kaupmenn og skrifstofuþjónar belgja sig út nokkra daga á ári um rétt hins vinn- andi manns, kjarabætur og stéttabar- áttu. Snobba fyrir vinnandi verkamönn- um. Fyrir þetta þiggja þeir völd og hags- munaaðstöðu. Svo ógeðslegt sem þetta snobberi er, verður þó að láta þessa snobba njóta þess sannmælis, að sumir þeirra vinna við- komandi málefni nokkurt gagn. En það er til annað snobberi, sem er hættulegt. Það er snobberí fyrir káki og þekkingarleysi. Frægt dæmi um slikt snobberí er Snoddas hinn sænski, sá er hér var á ferð fyrir nokkrum árum. Og Snoddas- arnir eru margir. Alls konar náttúruböm eru uppgötvuð. Þau eru blásin upp til landsfrægðar. Það á að vera æðst fegurð og mest göfgi að vita ekki. Það er að verða sport hjá alls konar fólki í viðtölum og blaðagreinum að hafa helzt aldrei lesið nokkra bók. Einhvers staðar rakst ég á blaðaviðtal við svo dæmigerðan slíkan snobb, að hann þoldi ekki að nefna orðið andlegur. Og í kringum þetta allt var langt hikst og læti. Svoddan tiltektir er að snobba fyrir fíflskap. Menn gefa skít í eljusemi manna, sem jafnan hafa um langa ævi helgað sig ákveðnu viðfangs- efni, lagt nótt við dag og varið öllum kröftum sínum til að ná sem mestri full- komnun. Nei — guð forði okkur frá slíku. Það er hið fædda, óvitandi séni, sem er hug- sjónin. Þessi tegund af snobberíi á mjög létt með að festa rætur hér á landi. Fyrir fáu snobbar almenningur á íslandl meira en gáfum. Athugull maður, sem eitt sinn fékkst við barnakennslu, hefur sagt mér, að allt hafi foreldrar þolað, að sagt væri um böm þeirra nema það eitt, að þau væru miður gefin. Naumast þótti mæðrum minnkun að því, að synir þeirra væm DAGSKRÁ 47

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.