Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 59

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 59
Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverki Crocker- Harris. hati verið sambærilegur við hið bezta í leik- list heimsins. Annað, sem eftirminnilegt verður frá þessu leikári, er það, hve nauðaléleg þau leikrit ís- lenzk voru, sem upp voru færð s. 1. vetur. Þær raddir heyrast stundum, að það sé ein- hver árátta á þeim, sem til þess verða að skrifa um leiklist, að „níða“ íslenzkan leik- skáldskap, en „hæla“ öllu útlenzku. Sízt er mönnum of gott að hafa þessa trú. Þó hygg eg, að varla geti farið fram hjá nokkrum, sem af einhverjum heiðarleik reynir að gera mun á hismi og kjarna í bókmenntum, að íslenzk- ur leikritaskáldskapur fer heldur lágar slóðir og gjarna troðnar. Af íslenzkum leikritahöf- undum núlifandi minnist ég ekki nema eins, sem hægt er að kalla „efnilegan". Hinir, sem sýnt hafa verk sín á prenti eða sviði, hafa ekki átt erindi sem erfiði. Það er engum greiði gerður, hvorki höfundum, áhorfendum né leikurum, með því að telja sér trú um eitt- hvað annað. Það er öllum fyrir beztu að horf- dagskrá ast í augu við sannleikann, eins og hann er. Islenzku leikritin, sem sýnd voru í vetur, voru langt frá því að geta með réttu kallast Ieik- bókmenntir. Þjóðleikhúsið fékk í vetur tvo erlenda leik- stjóra, Walter Firner frá Austurríki og Sven Áge Larsen frá Danmörku. Það er tvímæla- laust kfsvert af forráðamönnum leikhússins að fá hingað erlenda leikstjóra og ætti að gera miklu oftar hér eftir en hingað til. Fátt getur orðið íslenzkum leikurum Iærdómsríkara en að fá leiðbein ngar og skólun hæfra erlendra leik- húsmanna. Slíkar heimsóknir færa ætíð eitt- hvert nýtt blóð rg hamla gegn stöðnun og einhæfni. Af sviðsetningum er mér þó eftirminnileg- ust stjórn Gísla Halldórssonar á Browningþýð- ingunni, sem óhætt er að fullyrða að var mjög hugsuð og hugkvæm. Af leiktjöldum man ég bezt tjöld Lothars Grunds í Spádómnum. I þeim var einhver innblásinn kraftur. I heild verður minning mín um þennan vet- ur sú, að hjá Þjóðleikhúsinu ríkti nokkur ládeyða, sem vonir standa þó til, að brátt muni linna, því að frétzt hefur um væntan- lega sýningu næsta haust á A Wiew from the Bridge eftir Arthur Miller, og kvisazt hefur, að Dagbók Onnu Franks muni einnig koma upp á næsta ári. Hins vegar hefur leikfélagið sjaldan unnið stærri sigra en í ár. Hæst ber Browningþýðinguna, þá Þrjár systur, góðan leik Emelíu Jónasdóttur í gamanleikriti og fleira mætti tína til. Af því fólki, sem á íslandi sinnir listrænum efnum, vinna fáir merkara starf en íslenzkir leikarar. Við eigum ekkert, sem kallast hefð í þeim efnum. Hér skortir með öllu þá rót- grónu leikhúsmenningu, sem gamlar og siðaðar þjóðir Evrópu státa af. Þeim mun meiri fögn- uð má það vekja, þegar hér sést á sviði leik- ur eins og Þorsteins Ö. Stephensens í vetur. Slíkur atburður færir okkur eitt spor í áttina, eitt skref nær hinu ágæta. Það verður aldrei þakkað sem skyldi. S. S. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.