Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Side 60
BÓKMENNTIR
Landvörn íslendinga
Iðulega er státað í skálaræðum
og gert veður á mannfundum af því
að vér íslendingar séum mikil bók-
menntaþjóð, mest bókmenntaþjóð í
samanlagðri kristninni, jafnvel í víðri
veröld. Þessu til staðfestingar er svo
vitnað til fornbókmenntanna, til
ágætra bókmennta vorra frá síðustu
öld og eins þeirri sem nú er liðin til
helftar. Sízt ber að neita að vér eigum
stórar bókmenntir að baki, hitt er
einnig ágætur sannleikur að á þessari
öld hafa lifað hér og starfað margir
snjallir höfundar, vér eigum bæði nó-
belshöfund og nóbílishöfunda.
En þetta nægir ekki til að staðfesta
ágæti vort sem bókmenntaþjóðar þótt
vissulega sé gaman að dvelja við
frægð vora forna og nýja.
Aðalsmerki stórra bókmennta og
vaxandi í hverju landi eru hinar ungu
bókmenntir landsins á hverjum tíma.
Sé rétt stefnt sýna þær að feðranna
frægð hafi aðeins verið áfangi á leið-
inni upp og fram, að enn eigi nýr og
stór skáldskapur eftir að rísa, og kynd-
ill bókmenntanna að brenna skærum
loga yfir fátæku landi og hrjóstrugu.
Hér skal ekki um það rætt hvort
hin ungu skáld vor í dag eru líkleg
til að valda slíku hlutverki. enda
marklítil iðja að spreyta sig á spá-
dómum. En saklaust ætti að vera að
minna á að það eru íslenzkar bók-
menntir sem haldið hafa uppi frægð
landsins á löngum og myrkum öldum,
að bókmenntirnar eru sómi íslands,
sverð og skjöldur.
Nokkur undanfarin ár hefur meira
verið gefið út af prentuðu máli á fs-
landi en í allri sögu þess fram til þessa.
Menn tala um bókaflóð og bókaplágu
og þykir skömm til koma, enda er
víst um það að margt það sem prent-
vélarnar spýja út í dagsljósið er hið
ógnarlegasta hrat og bezt komið í glat-
kistunni. Samt er ástæðulaust að ham-
ast gegn þessu prentflóði. Leirburður
og hégómi hefur ávallt verið fram-
leiddur á íslandi, og það er efunarmál
að sú framleiðsla sé tiltölulega nokkuð
meiri né skaðsamlegri á vorum dögum
en áður fyrr. Hitt er meira um vert
að nú æ 11 i ungum höfundum og efni-
legum að vera auðveldara að koma
verkum sínum á framfæri en áður fyrr.
Nú æ 11 i ágæti þeirra að koma skýr-
ar í ljós en nokkru sinni fyrr í saman-
burði við hratið og hégómann.
58
DAGSKRÁ