Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 62

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 62
Styrkir til ungra manna til starfs og dáða verða að nægja til að skapa þeim algeran vinnufrið um alllangt skeið ef nokkuð nýtilegt á að hljótast af. Vitur maður lagði einhverju sinni til að íslendingar legðu listamönnum sínum ámóta hluta þjóðarteknanna og aðrar þjóðir verja til hervarna. ís- lendingar verja nú ekki eyrisvirði til landvarna, þvert á móti höfum vér tekjur af „vörnum“ landsins. Hví ekki taka þessa tillögu upp á nýjan leik? Lista- og vísindamenn vorir eru vor eina landvörn sem að gagni kemur, ljósið er þeir tendra hið eina sem heldur uppi nafni voru þegar öldin er sokkin í myrkur gleymskunnar. Þeim verður aldrei of vel gert. Ó.J. íslenzkir pennar Sýnisbók islenzkra smásagna á tuttugustu öld. Valið hafa Andrés Kristjánsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Daníelsson, Helgi Scemundsson og Kristmann Guð- mundsson. Utgefandi Setberg s.f. Reykjavík 1956. Ritstjóri Dagskrár skaut að mér ofannefndri bók og bað mig að ritdæma hana. Eg hef lengi verið smásagnavinur svo það liggur við að ég geti sagt, að mér sé bæði Ijúft og skylt að verða við þeirri ósk, eins og merkir menn komast að orði í útvarpinu. Fyrst skulum við lesa greinargerð útgefanda um tilgang og tilhögun útgáfunnar: Elzta sag- an er fyrst prentuð 1901 og sú yngsta 1955. Fimm bókmenntagagnrýnendur Reykjavíkur- blaðanna völdu sögurnar eftir vissum reglum, en máttu vera einráðir um val einnar sögu. Auk þeirra sagna, sem birtast, vildu dómar- arnir hafa þar tilteknar sögur eftir Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness og Sig. Nordal, en ekki tókst „að afla birtingarleyfis" þeirra. í bókinni eru 25 sögur. Einar H. Kvaran (1859—1930) ríður á vað- ið með Fyrirgefningu. Um þá sögu þarf ekki að fjölyrða. Hún lýsir vel höfundi sínum, lífs- stefnu hans og frásagnarlist. Guðm. Friðjóns- son (1869—1944) á þarna Náttmál. Þar er rifjað upp ástarævintýri vinnukonu cg hús- bónda, afbrýðihnútur húsfreyju — frásaga um ævilangar raunir og misskilning. Lilja frá Klöpp fyrrum vinnukona á Melum er á leið- inni heim í sveit sína, þreytt og veik, með svefnlyf frá lækninum, kersknisorð tveggja vegfarenda ráða úrslitum, vegmóð kona tekur sér hinztu næturgistingu í hraunskúta. — Þetta söguefni er ekki mjög einkennandi fyrir Guðm. Friðjónsson. Hér fer hann hvergi á sínum miklu málkostum. Betri sögu hefði mátt finna. Þessi er að öllu Ieyti heldur hvers- dagsleg. Steinbíturinn er auðvitað eftir Jón Trausta (1873—1918). Sjálfsagt ein af hans beztu sögum. Eftirminnilegar eru þessar setningar: „Annars get ég ekki verið að klípa utan af þeim vitnisburði, sem algengastur var um Pál gamla, að hann væri mesti fantur, mesti mannhundur í öllum greinum og níðingur bæði við menn og skepnur. Þannig hafði hann ver- ið alla sína ævi, og var orðinn gamall og geðvondur ofan á allt annað.“ Þegar við höf- um lesið söguna finnum við bezt hve vel þessi setning er gerð cg staðsett, og var Jón Trausti þó meiri meistari að uppruna en af lærdómi eða setningi. Þeim var ek verst heitir saga Kristínar Sigfúsdóttur (1876—1953). Satt að segja finnst mér hún mjög handahófslega valin. Hún er að vísu nógu efnismikil og drama- tízk, en af öllum smásögum höfundarins minn- ir hún þeirra mest á sannsögulegan frásagnar- þátt, dulbúna æviskrá og nafngift hennar er mjög hæpin. Það átti ekki að vera vandi að velja smásögu eftir Kristínu, nema þá vegna þess hve þær eru jafngóðar. Þórir Bergsson (f. 188S) hefur mjög verið rómaður fyrir smásögur sínar. Honum eru mjög mislagðar hendur, en hefur alla tið, sök- um mikilla rithöfundarkosta, sloppið við skyn- samlega gagnrýni. Úr því er óþarft að bæta nú. Flugur prýða þessa bók, en margar sög- ur aðrar eftir hann hafa sjálfsagt komið til greina. Þá kemur sú af sögum bókarinnar, sem DAGSKRÁ 60

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.