Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 64

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 64
Fáir rita kjarnbetri íslenzku en Hagalín og nýtur þessi saga þeirra kosta. Hans bókhaldari er eftir Davíð Þorvalds- son (1901—1932). Mikill mannskaði var það er sá höfundur kvaddi svo ungur. Brösulega hefur til tekizt með val á sögu eftir Kristmann Guðmundsson (f. 1901). Hann hefði átt skilið að eiga þarna betri sögu en Krossgötur. Þetta er magasínefni af léttara tagi. En Kristmann kann, eins og menn allir vita, ágætlega að segja frá, og smásögur hans eru hressilega vel gerðar, þegar bezt lætur. Betri sögu en Nýtt hlutverk hef ég ekki lesið eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson (f. 1903). Hún er ein af tíu beztu sögum bókarinnar. Hið sama má segja um Samúð Sigurðar Helga- sonar (f. 1905). Þar kemur fram glöggur mannlegur skilningur og nákvæmt handbragð listamanns. Stefán Jónsson (f. 1905) hefur lengi verið minn maður. A skilnaðarstund er gott dæmi um vandvirkni hans og sálfræðilega þekkingu. Það er mjög raunveruleg „ástarsaga“. Ósköp eftir Þórleif Bjarnascn (f. 1908) fjalla um bjargsig. Þar eru góðar lýsingar og ör- lagalirungin frásögn. Guðmundur Daníelsson (f. 1910) leggur safninu til hryllingssöguna. Hún heitir Vígsla og segir frá bóndasyni, barni, sem horfir úr fylgsni á slátrun hests. Vel rituð saga. Næst kemur ferðasaga eftir Sigurð Magnús- son (f. 1911), Shalom. Hana skortir öll ein- kenni smásögu og óprýðir því þessa bók mjög, þótt vel hefði e. t. v. sómt sér með ferða- pistlum, því maðurinn er ágætlega ritfær á sínu sviði. Jón Dan (f. 1915) á þarna verðlaunasöguna Kaupverð gæfunnar. Jón er þroskaður byrj- andi, í rauninni nokkuð sterkur í sálfræðinni, en grípur til óþarflega reyfaralegra bragða í þessari, annars svo hugþekku sögu; ég á þarna við peningagjöfina, sem öllu veldur. Hvergi njóta höfundarkostir Ólafs Jóhanns Sigurðssonar (f. 1918) sín betur en í smá- sögunum. Hann er einn vandvirkasti og kunnáttusamasti málmeðferðarmaður ísl. nú- tímabókmennta. Hér er ekki tími til að fjöl- yrða um Hengilásinn. Það er nærfærnisleg lýs- ing á stolti fátæks sveitapilts. Jón Óskar (f. 1921) er með Mann í kvisti og konu í miðhæð, nýtízkulega sögu að stíl og Thor Vilhjálmsson (f. 1925) á þarna Snjó í París, það af ritverkum sínum sem kannski er minnst tilraunabragð að. Ágætar sögur. Um Indriða G. Þorsteinsson (f. 1926) og Blástörina hans hefur mikið verið ritað. Það er vissulega alltaf jafn hressileg saga og lista- vel rituð, en kannski hefði þó átt að kynna hann í þessu safni með annarri óþekktari sögu, álíka góðri. Skemmtilegra að þurfa ekki alltaf að hæla sömu sögunni. Jóhannes Helgi (f. 1926) varð kunnur fyrir smásögu, sem hlutskörpust varð í smásagna- samkeppni, er Eimreiðin sá um, saga hans Róa sjómenn ... birtist hér. Hún er með ærin byrjendaeinkenni, og á því ekki heima hér. Er þar með enginn dómur upp kveðinn um framtíð höfundarins. Ásta Sigurðardóttir (f. 1930) er yngst þeirra höfunda, sem hér koma fram. I Götunni í rigningu gætir mjög nútíma tækni, efnismeð- ferð er eftirminnileg og viðbrögð mjög per- sónuleg. Höfundur virðist gæddur öruggum málsmekk, lýsingar eru hóflegar. • Eg ætla að stilla mig um að nefna sögur og höfunda, sem ég tel standa jafnfætis eða vera betri en þeir, sem hér eru. Tvö til þrjú söfn jafngóð þessu mætti fylla, þó ekki væri tekin nema ein saga eftir hvern höfund. Ekkert rit verður réttnefnd sýnisbók ís- lenzkra smásagna á tuttugustu öld, sem ekki flytur sögur eftir Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness og Sigurð Nordal. Þessvegna verður að átelja það harðlega að útgefanda þessarar bókar skuli hafa verið meinað að birta efni í sýnisbókinni eftir þessa þrjá önd- vegis höfunda þjóðarinnar. Lítil háttvísi er slíkt við rithöfundastétt landsins. Vissulega ber að fagna því, að útgefandi skyldi ekki leggja árar í bát, en vegna þessara vandræða hefði undirtitill bókarinnar átt að vera annar en hann er. Samtök rithöfunda ættu mjög að láta til sín taka útgáfu sýnisbóka. Hér er um mikið kynningar og hagsmunamál að ræða fyrir stéttina í heild. Ekki er þess að vænta að útgefendur efni til útgerðar slíkra bóka, ef keppinautar þeirra telja sig geta haft ein- okun á verkum ákveðinna höfunda. Þessu verða samtök rithöfunda að kippa í lag. Islenzkir pennar er vel gerð bók að ytra útliti og það er ekki útgefanda hennar að kenna, þótt hún gegni ekki að öllu leyti því 62 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.