Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 65

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 65
hlutverki, sem henni var aetlað í upphafi. Hér eru saman komnar margar snjöllustu smá- sögurnar, sem ritaðar hafa verið á vora tungu á þessari öld. /. ií. V. Að vera maður - Jónas Arnason: Sjór og menn. Heims- kringla, Reykjavik 1956. Fyrir nær ári ætlaði ég að skrifa um þessa bók og fékk hana í hendur beinlínis í þeim tilgangi. Það ætlunarverk þokaði þó fyrir ýmsu öðru vafstri, og nú er kannske dónaskapur við bókina og höfundinn að fara að skrifa þetta svona seint. Mér hefur sjaldan þótt vænna um bækur ungs höfundar en þær tvær, sem Jónas Árna- son hefur sent frá sér. Ekki er það þó fyrir þá sök, að Jónas sé að mínum dómi gallalaus höfundur, heldur hitt, að mér finnst hann miklu meiri maður, meiri manneskja, í bók- um sínum en ýmis þau ungskáld, sem sýna verk sín á prenti. Bókin Sjór og menn hefst á sögu, sem kall- ast Tíðindalaust í kirkjugarðinum. Fyrir minn smekk er sú saga hið lélegasta í bókinni. Það vantar í hana blóðið og hitann. Hún glitrar víða af góðri kímni, en allt söguefnið og með- ferð þess er einhvern veginn utangarna. Sagan minnir jafnvel á þessar oflofuðu samsetningar Þóris Bergssonar um kontórista og erfiðs- menn, þar sem sá flibbalausi færir flibba- manninum sannindi lifsins álíka húsmóðurlega og gamlar konur gefa gestum sínum jólaköku með sætu kaffi. Slík lífssannindi hafa ævinlega hljómað hjá- róma í mínum eyrum, og þessi ógnarlegi há- tíðleiki og smámunasemi yfir því, hvort mannvera eyði ævi sinni við skítmokstur eða skriftir, er eiginlega hálfgerð móðgun við þá, sem skítinn moka, einkum þegar verið er að lofsyngja þá í slíkum sögum. Það vekur því meiri furðu mína að rekast a þennan tón hjá Jónasi, sem hann er öðrum mönnum heilbrigðari í skrifum sínum. Mér dettur helzt í hug, að hann hafi samið þessa sögu, áður en hann var farinn að þekkja erfið- ismenn á sama hátt og fram kemur annars staðar í bókinni. Mér finnst sums staðar jaðra við væmni í lýsingum hans á hinum fínlegri þattum í eðlisfari Eiríks Áslákssonar. Ég þekki að vísu fáa sjómenn, en þeir, sem ég hef kynnzt, hafa látið elskusemi sína í ljós á umbuðalausari og hjartanlegri hátt en með þessari moðvolgu, sykursætu tilfinningasemi, sem Jónas gæðir söguhetju sína á stundum. Mér þykir mann- lýsingin ekki trúleg, og einkum er hún of orð- mörg. Jónas er alltaf að lýsa Eiríki með ýmsum hætti í stað þess að láta Eirik lysa sér sjálfan með orðum og æði. Nú vil ég biðja þá, sem kunna að lesa þess- ar línur, að líta ekki svo á, að ég telji þessa sögu Jónasar sérstaklega slæma. Síður en svo. Hún er miklu betri en margt af því, sem sett er á prent og kallað sögur, en hún stendur að mínum dómi allmikið að baki öðru efni bók- arinnar. Kaflarnir Á miðum og Komdu nú á krók- inn minn eru frásagnir um sjó og menn. Þetta eru þættir af raunverulegum atburðum, en bera um margt merki góðs skáldskapar. Lýs- ingin er svo fáguð og hnitmiðuð, svo látlaus og létt í sniðum, stíll Jónasar svo kliðmjúkur og fyrirhafnarlaus, að landkrabbi eins og ég finn bátinn vagga undir fótum mér, meðan ég les. í þessum köflum lýsir Jónas lifandi mönnum. Hann segir oft langa sögu í stuttu máli, og hvergi örlar á þeirri væmni, sem mér þótti bregða fyrir í sögunni. Afskaplega hrein- leg og elskuleg er lýsingin á jólakvöldinu í Togarasiglingu. Einhverjum hefði þar hætt við ógeðslegri tilfinningasemi. En Jónas Iýsir þess- um heilbrigðu skipsfélögum sínum á svo heil- brigðan hátt, að það er stórum mannbætandi að vera honum samferða, þó að ekki sé nema stuttan róður. Fyrir þá, sem málkunnugir eru Pétri Hoff- mann Salómcnssyni útvegsbónda í Selsvör, er Þrír á báti hreinasta hunang. Ég held, ef ætti að fara að gefa Jónasi einkunnir fyrir hina ein- stöku þætti, setja einn öðrum framar, að ég myndi telja þennan þátt hið bezta í bókinni. Þetta er ein meistarakviða mannleika og kímni. Eitt megineinkenni þessara þátta er hispurs- leysi og tilgerðarleysi höfundar. Hvergi örlar á neinum skcllaleik máls og hugsunar, heldur streymir frásögnin yljuð djúpum mannleika og fínlegri kímni. dagskrá 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1957)
https://timarit.is/issue/368533

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1957)

Aðgerðir: