Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 66
Jónas segir frá heilbrigðum hversdagsmönn-
um, sem stunda sjó. Hann segir frá stórvið-
burðalitlu lífi þeirra og starfi af slíkum inni-
leik og tildursleysi, að mennirnir og atburðirnir
rísa upp af frásögninni fyrir augum manns,
eins og við hefðum séð þá í gær.
En þótt Jónas knýi hörpu sína af mikilli
leikni, verður vart sagt, að tónsvið hans sé
vítt eða fjölbreytilegt. Yfirleitt er hann nokk-
uð eintóna, og þó það hafi ekki komið að sök,
það sem af er, gæti það orðið Ieiðigjarnt til
lengdar.
En hvers vegna er maðurinn að segja þetta
frá sjóurum við Langanes og Jökuldjúp. Hví
yrkir hann ekki um dul og úð og firrð og
kyrrð og það, sem er, og það, sem ekki er,
og allt, sem er, og lætur einskis spurt —
hvurt?
I öllum skrifum Jónasar vakir yfir honum
ein hugsjón: — Hinn heilbrigði maður. Hann
er ómyrkur í fordæming sinni á þeim óheil-
indum, sem hann eygir í orðum manna, sem
eru þjóðhetjur í munninum, en undirlægjur í
hjartanu. I skrifum sínum mærir hann hinn
íslenzka erfiðismann, sem fremur gerir út á
skak frá Nr rðfirði en að fara á Völlinn, þótt
það kynni að gefa honum meira í aðra hönd.
Aftast í bókinni er grein, sem ber tákrænt
heiti fyrir stefnu Jónasar: — Vertu maður.
Það er ádrepa á þá taumlausu dýrkun pen-
inga, sem í æ ríkara mæli setur svip á íslenzkt
þjóðlíf og mótar sífellt meira hugsunarhátt
almennings. Hann tekur dæmi af mismun þess
að hreinsa öskutunnur setuliðsins á Keflavík-
urflugvelli handa íslenzkum alisvínum og hins
að elta ær um Mývatnsöræfi eða veiða þorsk
á Norðfjarðarflóa. Hann segir:
„Og hvað sem líður baráttunni fyrir hækk-
uðu kaupi, hækkuðu fiskverði, auknum lífsþæg-
indum, þá hlýtur æðsta takmark sllkrar bar-
áttu alltaf að vera: hamingja jólksins. Og ég
er hræddur um, að íslenzk alþýða fari villi-
götur, ef hún þykist geta fundið hamingju
slna annars staðar en við heilbrigð störf á
sínu landi og sínum sjó. Eitt er að minnsta
kosti alveg víst, að hamingju sína finnur ís-
lenzk alþýða aldrei I amerískum sorptunnum.“
Hér segir Jónas mikinn sannleika, og hann
heldur áfram:
„Að vísu kunna stundum að vera til ein-
hverjar afsakanir fyrir aumingjaskap, en hitt er
alveg víst, að það læknar enginn aumingja-
64
skap, hvorki sinn eiginn né annarra, með þeirri
afsökun, að hann sé öðrum að kenna. Slíkt
getur aldrei leitt til annars en enn þá meiri
aumingjaskapar. Þeim mun ákafar, sem ein-
hver leitast við að gera þig að ræfli, þeim
mun meiri manndóm verðurðu að sýna, ann-
ars ertu glataður. I stuttu máli sagt: Við
þeirri spurningu, hvað maður skuli gera til
að forða sér frá því að verða ræfill, er
aðeins til eitt svar: Vertu maður."
Ég met Jónas mest fyrir það, að mér virð-
ist hann mæla þessi orð heils hugar. Nú er
það harmsaga okkar aldar, að það er ekki
borin sérstaklega mikil virðing fyrir því að
vera maður. Einstaklingurinn, hagsmunir hans
og óskir eru tlðum léttvæg fundin hjá „hags-
munum heildarinnar“. Það eru haldnar stórar
ráðstefnur um frið og rétt hins kúgaða manns.
Tárvrtar greinir eru ritaðar til vamar mál-
stað undirokaðra þjóða. En langfræg „lýðræði"
heimsins sýna heilindi boðskapar síns með
því að murka niður Serki og Svertingja I
Afríku og konur og börn I Búdapest.
Það er mikill boðskapur að vera maður,
kannske hinn eini, sem nokkurs virði er.
Mönnum kann að ganga misjafnlega að fylgja
þeirri hugsjón, en viðleitnin að vera maður
er ætíð jafnvirðingarverð. Og þrátt fyrir
allar ógnir tveggja heimstyrjalda, jafnvel þrátt
fyrir öll morðin, sem framin hafa verið I nafni
„lýðræðanna“ að austan og vestan, held ég,
að mannkyninu I heild hafi þokað áfram I
áttina að hinu mikla marki, þar sem öllum
einstaklingum tegundarinnar homo sapiens
verður kleift að rísa undir heiti sínu — vera
menn.
Ég met bók Jónasar mest fyrir þá heilbrigðu
mannhugsjón, sem ég þykist greina I skrifum
hans. En þeim volduga boðskap fylgir mikil
ábyrgð boðandans. Það er mikill mannleysu-
skapur, Jónas, að þegja þunnu hljóði við
tröðkun á manninum sjálfum, ef aðeins þeir,
sem traðka bera vörumerki ákveðinnar
heildar eða flokks.
Ég fagna boðskap Jónasar cg heilbrigðum
flutningi hans. Ósk mín til hans að lestri lokn-
um verður sú, að hann reynist þess umkominn
að vera maður.
S. S.
DAGSKRÁ