Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 70

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 70
um og dölum, snarkandi möl, benzínstybbu og smurningsolíu og auk þess mannlífið á litlum norðlenzkum bletti, sem fremst af öllu hrærir hann til skáldskapar, og þegar hann segir frá lífi og viðbrögðum manna, dýra og bíla í þeirri þinghá, bregzt honum sjaldan bogalistin. Þessar sögur bera þess einnig nokkur merki, að höfundurinn hefur fengizt við blaða- mennsku í seinni tíð. Einkum sést þetta af viðfangsefnunum og viðhorfi höfundarins til þeirra. Það er erfitt að svara því afdráttarlaust, hvort þetta tvennt, ferðalögin og blaðamennsk- an, hafi orðið skáldinu verulegt happ. Að lík- indum hefur bílstjórastarfið reynzt töluvert drýgra á metunum og borið meiri ávöxt í skáldskapnum, svo að dæmi sé nefnt. Þær þrjár sögur, sem höfundurinn hefur aflað til á ferðalögum sínum, bæta varla við hróður hans. Klipptur, knappur og tilætlunarsamur stíllinn fer oftast vel, þó að sumum muni varla geðjast allar brellur hans, en á því sviði hefur höfundurinn lært sitthvað, sem einkum kemur í Ijós í nýrri sögunum. Það er eftirtektarvert, að höfundur nefnir sögurnar í þessari bók sinni ekki smásögur heldur stuttar sögur. Hugtakið smásaga er að verulegu leyti bundið eldri gerð þessa bók- menntafyrirbrigðis eins og þeir vita, sem á skólabekk rökræddu með mikilli alvöru, hvort Grasaferð Jónasar mætti heita smásaga eður eigi. Erlendir og íslenzkir höfundar hafa gert slíkar vangaveltur óþarfar fyrir löngu. Ein saga er utanveltu f þessari bók og nefn- ist Gömul saga. Ekki er það vegna þess, að hún sé illa skrifuð, heldur af því, að efnið er úrelt og höfundurinn samtíðarskáld. Nútíma- þjóðfélag lætur ekki fólk deyja af matar- skorti. Nútíminn hefur aðrar og miklu fínni aðferðir til að drepa sitt fólk, eins og við vit- um og sjáum reyndar í sumum öðrum þess- ara sagna. Þá eru það sögurnar þrjár frá út- löndum. Þær eru allar ritaðar af næmleika, sem þessum höfundi er svo vel gefinn gagn- vart umhverfi sínu, en í þessum sögum er hann of mikill útlendingur og blaðamaður, að minnsta kcsti í Kína og Atlanzhafsbanda- laginu. Hinar sögurnar allar gerast innan seil- ingar skáldsins, og þær eru allar góðar. Lang- bezt er þó síðasta sagan í bókinni, Að end• uðum löngum degi. Þar er mjög vel farið með mikið efni: Krafturinn og þróttleysið, sterkir menn, gamall bíll, dauðvona maður. Af þeim sögum, sem ónefndar eru, skal fyrst telja sög- una / fásinninu, en hún ber kunnáttu höfund- arins gott vitni, og sama máli gegnir um fleiri, svo sem sögurnar Eftir stríð og / björtu veðri. Heiti bókarinnar og samnefndrar sögu er óskiljanlegt, og gerir það svo sem ekkert til, en flestar sagnanna prýða annars fögur nöfn og vel til fundin. Andrés Björnsson. 68 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.