Félagsbréf - 01.10.1958, Page 11

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 11
FÉLAGSBRÉF 9 manni norðlenzkum fyrir Hall- grím Scheving. Kynni þeirra Hallgríms og Konráðs urðu til þess, að Hallgrímur lét hann skamma stund vinna að grjót- hleðslunni, en í stað þess skyldi Konráð hjálpa honum að bera saman íslenzk fornrit og þar má segja, að Konráð hafi hafið ævistarf sitt. Hallgrímur hóf einnig að kenna honum latínu, og reyndist Konráð þegar frá- bær nemandi í þeirri grein. Hallgrímur lét ekki hér við sitja, heldur kom Konráði í Bessa- staðaskóla haustið 1826, og var Konráð brautskráður þaðan vorið 1831. Sama sumar sigldi Konráð til Hafnar og þreytti „examen artium" í október um haustið. Hann hlaut „laudabil- is“ í aðaleinkunn, en ágætis- einkunn í latínu og grísku og er fræg sú saga, að Konráð hafi kunnað latneska textann utan bókar og ekki opnað bókina meðan á prófi stóð. Að prófi loknu fluttist hann inn á Gai’ð og tók annað lærdómspróf ári síðar. Eftir það var honum ekk- ert að vanbúnaði að hefja hið raunverulega háskólanám. Kon- ráð valdi lögfræði, en stundaði lítið. Þeir ísleifur Einarsson og Magnús Stephensen höfðu veitt honum nokkum farareyri og er sennilegt, að Konráð hafi farið að ráðum þeirra, er hann valdi lögfræðina. „Ég tók nú að leggja stund á lögfræði, en hafði margt annað — einkum þó tungumál — í hjáverkum án nokkurrar fastrar stefnu. Um hríð voru rithöfundar slíkir sem Heinrich Heine mínar helztu leiðarstjörnur, en þó hafa mín- ar knstilegu skoðanir aldrei bif- azt. Meðal þeirra rita verald- legs efnis, sem alltaf hafa verið mér svalandi lífslindir og gleymska meina og raunabót, hlýt ég einkum að nefna Hóm- erskvæði og íslenzkar sögur“, segir Konráð, er hann lítur yfir liðna ævi. Þegar Konráð kom til Hafn- ar, var Baldvin Einarsson mjög fyrir íslenzkum stúdentum í Höfn, en hann andaðist á önd- verðu ári 1833 og tók rit sitt „Ármann á Alþingi" með sér í gröfina. En þess sá brátt merki, að Baldvin hafði ei til einskis lifað, því vetri síðar en hann andaðist höfðu þeir Bryn- jólfur Pétursson, Konráð og Jónas Hallgrímsson ákveðið að hleypa af stokkunum nýju riti, og sendu boðsbréfið heim til íslands með vorskipum 1834. Konráð var frá upphafi mál- fræðingur og ritdómari Fjöln-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.