Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 43
PÉLAGSBRÉF 41 þeirri iðju, því að með þessu hefði bókin líkzt leiðréttum annars bekkj- ar stíl á 3. einkunn. Það liggur við, að íburður af þessu tagi sé fullmik- ill og óþarfur sums staðar. En sé það réttur dómur, felst í þessu nokk- ur hætta fyrir bókina, og hættan er sú, að hún verði misskilin af þeim, sem lesa hana grunnfærnislega og til þess eins að fá ærlegt hlátursefni með því að tína saman „brandarana" eins og bam af góðri berjaþúfu. Nú kann að vera, að ekki sé mikill skaði skeður, þótt ýmsir lesi Mar- tröðina sem skemmtilestur eingöngu. Sagan á sér þó allt annan höfuð- tilgang. Hún er vægðarlaus ádeila, í háðstíl að vísu, en háðið er líka oft hálfu hvassara og hættulegra vopn en kímnisnauð og stirðbusaleg bredda vandlætarans. Og höfundurinn ræðst sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því að segja má, að hvorki meira né minna en hin vestræna menning sé skotspónn hans. Hann ræðst hart og óvægilega á flesta galla menningar vorrar, á yfirborðshátt, festuleysi og sundr- ungu. Stjórnmálamenn og menning- arleiðtogar fá hina verstu útreið, glundroði, hundavaðsháttur og lágkúra eru að ganga af vestrænni menningu dauðri, að dómi bókar- innar, ekkert getur bjargað okkur annað en endurfæðing menningar- innar, nýtt þjóðskipulag: • -„Okkur vantar leiðtoga, — ekki síkjaftandi þjóðmálaskúma, held- ur leiðtoga, sem við komumst ekki hjá að lúta og fylgja í blindni ... til himnaríkis eða helvítis, skipt- lr engu máli, ef hann leiðir okkur aðeins út af flatneskjunni, þar sem ekki getur aðra synd en þá, að eitt beri hærra en annað; út af eyðimörkinni, þar sem allir eta sig metta af manna sjálfblekk- ingarinnar og slökkva þorstann með því að slá staf hrokans á klett sjálfsdýrkunarinnar, og sjá, — þar sprettur fram lind for- heimskunarinnar ...“ segir ein sögupersónan, og þótt hin blinda foringjadýrkun sé engan veg- inn takmark höfundarins sjálfs, lýsa þessar setningar einkar vel vonleysi hans um ríkjandi menningar- og stjórnmálaástand. Þessi skáldsaga Lofts Guðmunds- sonar verður að teljast mjög sér- stæð og nýstárleg í nútímabókmennt- um vorum, enda þótt hún marki varla nein tímamót eins og jafnvel var haldið fram í hóflausu auglýs- ingaskjalli. Hún er fyrst og fremst hnyttin og bráðfyndin heimsádeila, og höfundur hefur markað sér svo vítt svið, að áræði hans gegnir furðu. Og eftir því hve vel hann sleppur frá þessu risavaxna við- fangsefni er réttast að dæma rit- höfundarhæfileika hans. En annað verður varla sagt en að hann sleppi vel frá því. Viðvaningur og bögubósi hefði áreiðanlega misst það herfi- lega úr höndunum, þótt hann hefði komið auga á það í aðalatriðum. Þó er ekki hægt að dæma söguna formgallalausa. Það verður að taka undir það hér, sem sagt hefur verið í eldri ritdómum: Sagan er of löng. Mér er nær að halda, að hún hefði orðið drjúgum meira listaverk, ef hún væri þriðjungi styttri, en um slíkt er auðvitað hægra að dæma en í að komast. Lofti er áreiðanlega mjög

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.