Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 28
126 FELAGSBREF — Hann hefur áreiðanlega ekki helzt aftur úr lestinni, sagði Zípý- shev og brosti íbygginn. — Einmitt! Þeir eiga ekki einungis að kenna okkur, þeir eiga líka að leita álits okkar. Þeir gefa aðeins fyrirskipanir ofan frá. Allt kemur ofan frá: Áætlanirnar, ráðsmenn samyrkjubúanna, uppskerumagnið, hvað •eina.Þeir gera ekki einu sinni alvarlega tilraun til að fá okkur á sitt mál. Og hví skyldu þeir vera að því, það er auðveldara á þennan hátt. Þeir mælast til, þeir skipa fyrir og láta þar við sitja. Þeir liafa dregið úr menningarstarfinu. Það er of mikil fyrirliöfn. Bókasöfn og les- Iiringar eru aðeins til á pappírnum og fyrirlestrar eru ekki lengur haldnir. Það eina, sem eftir er, eru áróðursherferðirnar, þegar ríkið þarf einhvers með. Konóplev andaði frá sér, og Píotr greip tækifærið til að gera nokkr- ar atliugasemdir. — Og svo er skuldinni skellt á okkur. Reynið bara að andmæla héraðsstjórninni. Þegar hún þykist vera að ráðleggja mönnum að gera þetta eða hitt, þá er það ekki ráðlegging heldur skipun. Ef fyrir- skipunin er ekki framkvæmd, segja þeir, að þú hafir ekki lialdið rétt á spöðunum. Ef samyrkjubændurnir eru ósammála héraðsstjórn- inni, er það kallað pólitískur ósigur. — En hvers vegna — livers vegna ósigur, sagði Konóplev stundar- hátt. Fara hagsmunir þeirra og okkar ekki saman. Erum við ekki allir á sama báti? — Reyndar er héraðsstjórnin ekki heldur sjálfs sín húsbóndi. Hún er á milli steins og sleggju, því miður. — Já, því er nú verr og miður, sagði Konóplev æstur. I nágranna- héraðinu er þessu öðruvísi farið. Mér hefur verið sagt, að þar þurfi ráðsmenn samyrkjubúanna ekki að skjálfa af ótta, þegar þeir eru kvaddir fyrir héraðsstjórnina. Framkvæmdarstjórnin kemur fram við þá eins og jafningja, talar við þá alveg eðlilega án þess að skírskota til valdsins. Það hafði heyrzt ógreinilega í útvarpinu, en nú varð það allt í einu skýrara og rauf samtalið. Tónlistin þagnaði, en við tóku fréttir frá landnámshéruðum í Síberíu. Ungur og óframfærinn maður skýrði frá starfi sínu í auðnunum við Altaifjöll. Fjórmenningarnir hlustuðu af athygli. Röddin sagði: — Við erum kallaðir hér Moskvubúarnir, enda þótt við séum frá ýmsum borgum. Við stönduin saman og látum ekki

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.