Félagsbréf - 01.10.1958, Side 33

Félagsbréf - 01.10.1958, Side 33
PÉLAGSBRÉF 31 — Fyrsti mælandi á dagskrá var ráðsmaðurinn, Píotr Kúsmits. Píotr stóð upp. Zípýshev settist. Flokksfundurinn var hafinn. Jafn- skjótt hófst einnig allt það, sem þeir skömmu áður höfðu verið að ræða af hreinskilni og raunsæi, er þeir höfðu látið í ljós gremju sína yfir andleysi yfirvaldanna og tilhneigingu starfsmanna flokks- ins til að fylgja hinum dauða bókstaf forskriftanna í einu og öllu. — Félagar, sagði ráðsmaðurinn. Stjórnar- og framkvæmdarráð hér- aðsins hefur ekki séð sér fært að fallast á framleiðsluáætlun okk- ar. Hér er ljóst að við höfum látið eitt og annað sitja á hakanum, þegar við sömdum áætlun okkar. En undanlátssemi er engin dyggð. Við liöfum vanrækt fræðslustarfið út á meðal fólksins og því ekki tekizt að sannfæra það um réttmæti ákvarðana flokksins. En hlut- verk okkar er einmitt að fá fólkið til að framkvæma þessar ákvarðanir. Félagar, höfum það hugfast að við erum „lyftistengur“ flokksins á samyrkjubúinu. Þetta hefur héraðsstjórnin hvað eftir annað brýnt fjrrir okkur. Kennslukonan vafði sjalinu gætilega um liöfuð sér, og enginn gat séð það á svip hennar, um hvað liún var að hugsa. En Stjúkin varð aftur eitt sólskinsbros. Hann fór að fitla við sjálfblekung sinn, tók upp greiðuna, bar hana upp að augunum og andaði á hana og lét hana aftur á sinn stað. Hann brosti sínu breiða brosi og það kom hæðnisglampi í augu hans. Hann virtist að því kominn að skella upp úr. En hann stillti sig og lét sér nægja að hnippa í Konóplev og hvísla að honum: — Þvílík töfrabrögð, finnst þér? Er hann ekki óþekkjanlegur sem hann stendur þarna. Konóplev brosti líka en það var skælt og biturt bros. — Reýndu að sitja á strák þínum og láta liann ljúka máli sínu, eins og vera ber. Píotr Kúsmits talar nú í nafni síns embættis, eins og þeir gera í héraðsstjórninni. Eftir höfðinu dansa limirnir. — En hvað um sannleikann? — Sannleikann — hann sigrar bráðum. Hann mun tala til okkar þrumandi raustu. En áður en það verður, höfum við fallið í foraðið. Til botns? — Nei, ekki alveg til botns. Konóplev fór aftur að reykja af ákafa. Hann revndi að bæla niðri í sér hóstann, til þess að trufla ekki. Það sauð og kraumaði niðri í lionum. Píotr Kúsmits talaði ekki lengi. Ræða hans snerist í aðalatriðum um það að héraðsstjómin mundi álíta flokksselluna lamaða, ef fram-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.