Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 24
22 FELAGSBREF Nú tók liinn fjórði í liópnum til máls: — Segðu mér eitt, Stjúkin. Hvað varðar þig um heiðarleika og sannleika? Þú, sem liefur fengið lyklavöldin. Sá sem þannig mælti, var síður en svo gamall, en samt sem áður var hann orðinn gráhærður. Hann var fölur og gekk auð- sjáanlega ekki heill til skógar. Hann reykti ákaft, meira en hinir og hóstaði oft. Þegar liann rétti fram höndina til að kasta útbrunn- inni sígarettunni í krukkuna, sást, að það var mold undir breiðum nöglum hans. Þetta var ívan Konóplev, verkstjóri akuryrkjumanna. Hann var talinn viðskotaillur en réttsýnn. Hann var fámæltur, en orð hans komu ónotalega við menn. Samt móðguðust menn ekki við hann. Þeir skynjuðu góðvild á bak við ónot lians. Og Stjúkin var heldur ekki móðgaður. Píotr einlienti varð fyrir svörum: — Yindliögg hjá þér, góði. Eng- inn okkar kemst af án sannleikans, við stöndum og föllum með hon- um. En eitt er það, sem ég ekki skil. Það er ekki hægt að reiða sig á framleiðsluáætlanir héraðsstjórnarinnar. Fyrst segja þeir, að nú skuli allt skipulagt neðan frá og hvert samyrkjubú eigi að ákveða sjálft, hvað því þyki hagkvæmast að rækta, livað ekki. En sé svo áætlunin lögð fyrir }>á, fæst Iiún ekki samþykkt. Nú liöfum við þrisvar sinnum fengið áætlun okkar endursenda með kröfu um breyt- ingar. Samanlagðar áætlanir hinna einstöku búa eru augsýnilega ekki í samræmi við lieildaráætlun þá, sem héraðsstjórnin liefur fengið frá yfirboðurum sínum, en við henni má ekki hrófla. Þannig erum við í sjálfheldu. Okkar áætlun er að minnsta kosti að engu orðin. Og sannleikurinn er sá að þeir treysta okkur ekki. — Hjá héraðsstjórninni skipar sannleikurinn heiðurssætið við stjórnarborðið, svo að liann geti setið þar og haldið sér saman, sagði hinn föli Konóplev og henti sígarettustubbi í krukkuna. Stjúkin lagði líka sitt til málanna og sagði: — Sannleikurinn er einungis ætlaður til skrauts á funduin og við hátíðleg tækifæri eins og gagnrýnin og sjálfgagnrýnin, en í raunhæfu starfi er liann ónot- hæfur. Er það ekki það sem þú átt við? Zípýsliev breytti skyndilega um svip og var á varðbergi. Það var auðséð, að lionum féll ekki þetta opinskáa tal. — Það er ágætt að reiða liátt til liöggs, sagði hann og sneri sér að Stjúkin, en það er betra að gæta þess, livar það kemur niður. Síðan bætti liann við í mildari tón, eins og hann sæi eftir hranaskap sínum. — Sjáðu til, hróðir, sannleikurinn er alltaf sjálfum sér trúr. Hann breytist ekki.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.