Félagsbréf - 01.10.1958, Síða 34

Félagsbréf - 01.10.1958, Síða 34
32 FÉLAGSBRÉP leiðsluáætlun búsins yrði ekki tafarlaust færð til samræmis við óskir hennar. Aðrir ræðumenn tóku í sama streng. Aðra afstöðu var ekki hægt að taka. Aðrir ræðumenn — það voru allir viðstaddir, kennslukonan, Stjúkin og Konóplev. Allir voru fullkomlega á einu máli, á sama hátt og allir höfðu verið á einu máli í hinum vinsamlegu viðræðum fyrir fundinn. Munurinn var aðeins sá, að niðurstaðan var þveröfug við það sem áður hafði verið. Zípýshev sá sér til ánægju, að allir voru hjartanlega sammála og tók fyrir næsta mál á dagskrá. Erindreki flokksins liafði á einni af eftirlitsferðum sínum átalið stjórn samyrkjubúsins fyrir að vanrækja liið pólitíska uppeldi fólksins. Hann gerði skýrslu um málið og sendi hana aðalritara héraðs- stjórnarinnar. Um þetta mál lét Zípýshev svo um mælt: Skýrslan er því miður sannleikanum samkvæm. Við örvum ekki hina iðnu og refsum ekki hinurn lötu. Lítið bara á töfluna, er hún ekki auð? Þar á að skrifa hrós og ávítur. Hin sósíalistíska samkeppni er vanrækt. Við erum forystulið fólks- ins. Ég legg til að við verðlaunum einliverja og refsum líka nokkr- um, svo að það standi eitthvað báðum megin á töflunni. Þannig er héraðsstjórnin vön að liafa það. Fundurinn samþykkti einróma að verðlauna fimm og refsa þremur. Það var aðeins rökrætt um það, livernig þetta ætti að skiptast á liinar einstöku deildir búsins. Þeir voru ekki búnir að skrifa niður ályktanirnar, þegar Marfa kom aftur til að taka til og læsa. Píotr Kúsmits stakk upp á að ritarinn semdi ályktanirnar. — Þú veizt hvernig á að hafa það, livíslaði hann að Zípýshev og var feginn því að fundurinn var á enda. — Skrifaðu hara að alda hrifningar hafi farið um samfélag okkar. — Það þýðir — liefur farið um allt landið, hvíslaði Stjúkin. Þeir sýndu á sér fararsnið og það lá illa á þeim. Þeir héldu heim- leiðis með óbragð í munninum og óánægðir nieð sjálfa sig. Að utan heyrðist fótatak. Unga fólkið var komið aftur. Við kom- um kannski of snemma? spurði einn unglinganna, sem komið hafði fyrr um kvöldið. — Nei, þið komið mátulega, svaraði Píotr, við erum húin. Gangið

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.