Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 50

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 50
Um Almenna bókafélaglð IVýir útgáíuhœttir reynant vel. MSIR velunnarar Bókafélag'sins voru á liðnu vori uggandi yfir þeirri breytingu, sem þá var gerð á skipulagi félagsins. Óttuðust þeir um fjárhag útgáfunnar, er félags- mönnum væri í sjálfsvald sett, hverj- ar af bókunum þeir tækju. Á hinn bóginn fögnuðu allir auknu frjáls- ræði, er félagsmönnum félli í skaut með nýbreytninni. Þegar hefur nokkur reynsla feng- izt af „mánaðai-bóka-kerfinu“ og bendir hún ótvírætt til þess, að skipulagsbreytingin verði félaginu heillaspor. Að vísu minnka upplög- in nokkuð frá því sem áður var, en þó hafa „bækur mánaðarins" allar selzt í um og yfir 4000 eintökum. Því verður eigi neitað, að aukn- ar skyldur eru lagðar á félagsmenn samfara auknu frjálsræði, sem hinir nýju útgáfuhættir veita þeim. Þann- ig ber mönnum að tilkynna fyrir- fram, ef þeir eigi óska að fá ákveðn- ar bækur. Hefur nokkur misbrestur ■orðið á þessu á byrjunarstigi, eins og búizt var við, en flestir hafa nú áttað sig á því, að kvaðir þessar eru ekki þungbærar, þar sem eigi þarf annað en fleygja ófrímerktu spjaldi ,í póstkassa eða hringja til skrif- stofu félagsins eða umboðsmanna. Aftur á móti eykst umstang aðal- skrifstofu félagsins og umboðs- manna. Eru það gleðitíðindi, hve ■umboðsmenn hafa sýnt málinu mik- inn skilning og lagt sig fram við að vinna að bættum hag félagsins. Að liðnum þriggja ára starfstíma er Almenna bókafélagið orðið stærsta bókafélag landsins. Lætur nærri, að á tímabilinu hafi félagið selt jafn- mörg eintök og landsmenn eru. Stjórnendur félagsins hafa vand- að val útgáfubóka, en þeir ætla sér ekki þá dul, að viðgangur félagsins sé þeim einum að þakka. Miklu frem- ur er orsakanna að leita í ötulu starfi fjölmargra ágætra umboðsmanna og svo auðvitað velvilja almennings og skilningi á nauðsyn þess að efla lýð- ræðissinnað útgáfufélag, sem nýtur krafta fremstu skálda og mennta- manna þjóðarinnar. £nn Jiarf átah. Um þessar mundir er Almenna bóka- félagið að hefja nýja sókn til efl- ingar félaginu. Þátttakan er mis- jöfn í byggðarlögum landsins. Verð- ur nú lögð á það megináherzla að auka félagatöluna upp í 5% íbúa í þeim hreppum og kaupstöðum, sem dregizt hafa aftur úr. Félagsstjórnin veit, að umboðs- menn á viðkomandi stöðum munu beita sér til að ná þessu marki, en hún skorar jafnframt á þá f jölmörgu íslendinga, sem reynslu hafa af fé- laginu, að beita áhrifum sínum með- al vina og nágranna í þá átt, að þeir kynni sér útgáfu Bókafélags- ins og gerist félagar. Með auk- inni þátttöku batna kjörin. Því stærra upplag, þeim mun lægra verð. Loks þakka stjórendur félagsins öllu því fólki, sem lagt hefur fram krafta sína til að efla menningar- félag lýðræðissinnaðra íslendinga.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.