Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 3

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 3
Þegar dr. Jón Jóhannesson próf- ■essor lézt, var nýlega 'komið út á vegum AB fyrra bindi af íslendinga sögu hans. En hon- tun hafði eigi unnizt tími til að ganga frá síðara bindi sögunn- ar. Aftur á móti lá svo mikið eftir hann af fyrirlestrum og ritgerðum um tímabilið 1264— 1550, að félagsstjórnin ákvað að gefa þau rit hans út. Rltið er með sama sniði og fyrra bindið. Munu allir þeir, sem vita, hve frábær fræðimað- ur prófessor Jón var fagna því, að ritsmiðar hans um þetta tímabil verða gefnar út í heild. I bindinu verða fyrirlestrar þeir, sem prófessor Jón Jóhannesson flutti við háskólann um sögu konungsvalds og alþingis, kirkjusögu, verzlunar- og hagsögu þessa tímabils. Ennfremur sex ritgerðir og sérstök efni. Hefur ein þeirra ekki verið prentuð áður, hin fróðlega ritgerð um síðustu för íslendinga til Grænlands að fomu, í Grænlandshrakningum 1406—1410. Bókin er yfir 400 bls. að stærð. — Verð verður eigi hærra en kr. 88,00 (heft), kr. 110,00 (i bandi).

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.