Félagsbréf - 01.10.1958, Page 3

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 3
Þegar dr. Jón Jóhannesson próf- ■essor lézt, var nýlega 'komið út á vegum AB fyrra bindi af íslendinga sögu hans. En hon- tun hafði eigi unnizt tími til að ganga frá síðara bindi sögunn- ar. Aftur á móti lá svo mikið eftir hann af fyrirlestrum og ritgerðum um tímabilið 1264— 1550, að félagsstjórnin ákvað að gefa þau rit hans út. Rltið er með sama sniði og fyrra bindið. Munu allir þeir, sem vita, hve frábær fræðimað- ur prófessor Jón var fagna því, að ritsmiðar hans um þetta tímabil verða gefnar út í heild. I bindinu verða fyrirlestrar þeir, sem prófessor Jón Jóhannesson flutti við háskólann um sögu konungsvalds og alþingis, kirkjusögu, verzlunar- og hagsögu þessa tímabils. Ennfremur sex ritgerðir og sérstök efni. Hefur ein þeirra ekki verið prentuð áður, hin fróðlega ritgerð um síðustu för íslendinga til Grænlands að fomu, í Grænlandshrakningum 1406—1410. Bókin er yfir 400 bls. að stærð. — Verð verður eigi hærra en kr. 88,00 (heft), kr. 110,00 (i bandi).

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.