Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 40
38 PÉLAGSBRÉF aðal svipeinkenni á myndsköpun- ina. Hinir fyrstu brauðryðjendur voru það miklir drengskaparmenn, að þeir studdu með ráðum og dáð yngri mennina og hvöttu þá til afreka, glöddust yfir sigrum þeirra, en umbáru það, sem mis- heppnaðist, og voru fúsir til leið- beininga, ef til þeirra var leitað. Við þetta myndaðist eins konar samfélag, þar sem ríkti gagnkvæm- ur skilningur á því hlutverki, að lyfta íslenzkri þjóðlegri list til meiri þroska og aukinnar fjöl- breytni. Þjóðleg list í þeim skiln- ingi, að hún var sprottin upp úr • rammíslenzkum jarðvegi. Um og eftir síðari heimsstyrj- öldina urðu á ný mikil þáttaskil í íslenzkri málaralist. Með vax- andi liagsæld þjóðarinnar gátu fleiri en áður fjárhagsins vegna hafið nám í útlöndum. Meðan á styrjöldinni stóð var leitað til Ameríku. En að henni lokinni til Frakklands, Italíu eða einlivers Norðurlandanna. Að námi loknu færðu listamennirnir heim með sér nýja „stefnu“. 1 stórborgunum hafði hin svo- kallaða óhlutstæða list fest rætur. Sá hópur listamanna, sem aðhyllt- ist þessa stefnu, er að vísu ekki sérlega stór, en allt um það líta þeir á sjálfa sig, sem „úrval“ eða „blómknapp“ listmenningarinnar nú á dögum. Þessi hópur miðar listtúlkunina öllu fremur við „stílinn“ og útfærsluna en inni- hald verksins eða raunhæfan til- gang. Þetta sjónarmið hefur fund- ið liljómgrunn hjá mörgum nú- tíma listfræðingum og uppeldis- fræðingum, einnig hér meðal okk- ar. Þeir njóta lijartanlega þess óskiljanlega í listinni. Og með næstum yfimáttúrlegum sann- færingarkrafti berjast þeir fyrir stefnunni. Hinir kornungu lÍ6ta- menn eru eðlilega upp með sér af þeirri miklu þýðingu, sem þess- ir„listunnendur“telja, að þeir hafi fyrir alla listsköpun. Ungu lista- mönnunum finnst þeir vera orðn- ir virkir meðlimir lieimshreyfing- ar, sem eigi að lyfta mannkyninu til æðri takmarka, þótt öðrum sýnist, að hér sé blindur að leiða blindan. Að lokrnn kem ég að kjarna þessa máls. Hvert stefnir íslenzk málaralist? Það er í fáum orðum sagt mín skoðun, að hún stefnir í hreinar ógöngur. 1 listaverki verður að finna til andardráttar og hjartsláttar höfundarins. Við verðum að skynja þar lífsskoðun hans og hugðarheim. Finna fyrir baráttu hans sjálfs við að skapa nýjan listheim, og móta það form, sem bezt á við hvert viðfangs- efni. Það liggur því í augrnn uppi, að enginn getur sagt hon- um fyrir verkum. Hann verður því að vera alveg frjáls og óbund- inn af stíl og stefnum. Og það er fáránlegt að liugsa sér að sækja

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.