Félagsbréf - 01.10.1958, Qupperneq 45

Félagsbréf - 01.10.1958, Qupperneq 45
FELAGSBREF 43 — Burtséð frá vinnunni þá eru margir óánægðir yfir það skuli vera erlendur her í landinu. — Mér skilst það sé nauðsyn- legt. — Menn hafa mismunandi skoðanir á því. — Vilja þeir heldur að Rússinn komi. — Við höfum engan pata af komu Rússa. — Þeir munu ekki láta ykkur vita. — Málið er ákaflega fólkið. .. . þannig áfram. Nei, ekki er þetta skáldskapur, Kol- beinn! Næsti þáttur, Hreppapólitík, er hálfu verri: Nauðaómerkilegt drykkjuraus blaðamanna, með slúð- ursagnaívafi (t. a. m. um Hamsun, Noregskonung o. fl.). Er óþarfi að taka nokkurt dæmi úr þeirri sam- felldu flatneskju. Einn þáttur er raunar enn af þessu taginu síðar í bókinni, Þeir, sem guðimir elska, samtalsþáttur úr ferðalagi um Kína. Ómerkilegur. Er þá komið að sögunum, sem að vísu eru misjafnar að gæðum, en hafa þó allar sér til ágætis nokk- uð. Indriði er manna snjallastur í því að bregða upp skyndimyndum úr daglegu lífi, lýsa stemningu í hvers- dagslegustu atburðum, þar sem fæst- ir sjá neinn skáldskap á ferð. Þetta er sérhæfileiki hins glöggskyggna og næma skálds, og hér hygg ég að sé að finna meginstyrk Indriða. Myndir hans eru víða glöggar, meitlaðar og fáorðar, svo að við eigum varla nokkurn hans líka. Sagan, / fásinninu, virðist ekki svipmikil við fyrstu sýn, en hún leynir á sér. í henni er einhver ósvikinn kraftur og hauststemning. Heiður landsins er smellin gaman- saga og gerir varla kröfu til að vera annað. Gömul saga er áhrifarík og föst í stíl og formi, rík af innilegri samúð með mannlegri þjáningu, laus við væmni. / björtu veðri er hressileg hestamannasaga, sérkenni- leg. Eftir stríð er „harð-boiled“ svip- mynd úr undirheimalífi Reykjavík- ur. Norðanlands er heldur innviða- lítið en laglegt samtal. Eg fer að eins og börnin og höf- undurinn sjálfur: geymi mér bezta bitann þangað til seinast. Það getur ekki orkað tvímælis, að sagan, Að enduðum löngum degi, er langsam- lega bezta saga bókarinnar. Ef ég væri beðinn að velja fáar smásögur í úrvalsbók beztu íslenzkra sagna, mundi ég taka þessa með. Hún er í rauninni mikil hetjusaga að baki raunsærrar lýsingar hversdagslegs umhverfis og atburða. Byggingin er svo vönduð og skorðuð sem snjall vegghleðslumaður hafi hlaðið fagra vegarbrún úr frábærri sniddu. Per- sónurnar, vegagerðarmennirnir, eru svo furðu skýrar, að einstakt má telja, vegna þess hve drættirnir eru fáir. Og eins og í fleiri sögum Ind- riða er bifreiðin ein persónanna. En yfir allt gnæfir gamli maður- inn eins og fjallið Einbúi. Indriði Þorsteinsson er enn mjög óráðinn rithöfundur. En enginn neit- ar honum um greind og gáfur, sem rithöfundi henta vel. Enn skortir hann mjög leikni og smekkvísi í stíl, og er hjá honum eins og flestum,

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.