Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 13
PÉLAGSBRÉP 11 óþarfi að rekja þá sögu hér, því að hún á að vera hverju barni kunn - þrátt fyrir fræðslulög- in - en eftir að Tómas var kom- inn niður í jörðina, voru þeir þrímenningarnir aftur einir um hituna á útgáfu Fjölnis, en Ný félagsrit urðu Fjölni ofjarl, svo að Fjölnir lifði skamma ævi, eftir að Jónas Hallgrímsson hafði verið orpinn moldu út í Assistentskirkjugarðinum í Höfn. Fáar heimildir eru um líf þeirra þremenninganna í Höfn fram til 1840. Þeir létust vera að lesa lög fyrst í stað, en Bryn- jólfur var sá eini, sem lauk því námi og hafði þá verið að í næstum 8 ár. Eitt er víst, að þeir hafa ekki haft mikið fyrir sig að leggja, eftir að Garðs- vist lauk, en Konráð fluttist út að Garði 1835. Þeir Jónas og Konráð skrifa Skírni 1836 og er það hinn mesti skemmtilest- ur. Konráð hneigðist æ meir til íslenzkra fræða, og 1839 verð- ur hann styrkþegi Árnasafns og þar með var hann kominn til þeirrar stofnunar, sem lengst af var hæli hans í hreggviðrum lífsins. Það var þeim Konráði og Brynjólfi happasending, að ár- ið 1939 kom enskur auðmaður Richard Cleasby að nafni til Hafnar og hugðist nema ís- lenzku, en það varð hlutskipti Konráðs að gerast kennari hans. Cleasby saknaði þess að hafa enga orðabók að styðjast við. Af því leiddi, að hann hófst handa um samningu forn- íslenzkrar orðabókar, og voru þeir Konráð og Brynjólfur ráðnir fyrstu starfsmennirnir. Síðar bættust fleiri í hópinn. Um þessar mundir tók Konráð að kenna augnsjúkdóms, sem torveldaði honum að vinna að orðtökunni. Engu að síður hafði hann mörg járn í eldinum og afkastaði furðu miklu þrátt fyr- ir það, að hann gekk ekki heill til skógar. Hann ritaði enn sem fyrr í Fjölni, eftir að hann var endurreistur 1842, og reynd- ist enn sem fyrr gegn félags- maðui; í Fjölnisfélaginu, s'em stóð að útgáfunni. Eftir að það var að ráði gert að flytja Bessastaðaskóla til Reykjavíkur, sóttu forráða- menn skólans um, að Konráð yrði gerður að kennara. Hon- um léku landmunir á embætt- inu sakir augveikinnar og hins, að fjárhagurinn stóð ekki föst- um fótum. Þeir Jónas gerðu sér jafnvel vonir um, að þeir yrðu báðir kennarar við Lærða skól-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.