Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 12
10 FÉLAGSBRÉP is. Kvæðum „listaskáldsins góða“ var skotið undir hæsta- réttardóm hans og enginn veit, hvern þátt hann hefur átt í því að fága þau og laga, en víða má sjá í bréfum þeirra félaga, að miklu þótti skipta, hvernig dómur Konráðs féll. Þegar Brynjólfur Pétursson skrifar Konráði álit sitt á sonnettunni „Ég bið að heilsa“, segir hann, að Konráði þyki engillinn of kímilegur, þar sem hann var með húfu og rauðan skúf. Fátt er vitað, að Konráð hafi ort. Sagan segir, að hann hafi dreymt eina nótt, að maður kæmi til hans mikill og föngu- legur og ávarpaði hann með kvæði. Þegar hann vaknaði, mundi hann úr því þetta erindi: „Landið var fagnrt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart“. Konráð sagði Jónasi, hvað fyr- ir sig hafði borið í drauminum, og Jónas orti kvæðið við þessar línur. Hannes Hafstein hefur þessa sögu eftir Konráði sjálf- um, hvort sem prófessorinn hef- ur skrökvað henni að Hannesi til þess að vita, hve auðtrúa þeir væru raunsæismennimir eða Konráð hafi ekki séð ástæðu til að fara eins dult með það, sem hann taldi sig yrkja í svefni. Annars er klám- og kersknis- vísur það helzta, sem kunnugt er af kveðskap Konráðs, honum var ósárt um þær og þær voru alltaf vel þegnar. í öðrum árgangi Fjölnis höfðu útgefendumir skipt um stafsetningu. Þessi breyting var verk Konráðs. Konráð fylgdi henni úr hlaði með grein, sem hét „Þáttur um stafsetn- ingu“. Þessi ritgerð ber þess glöggt vitni, að Konráð hafði hugsað mikið um hljóðfræði og framburð íslenzkrar tungu, og sýnir ljóslega, hve glöggskyggn hann var. Frá þessum stafsetn- ingarnýmælum er það skemmst að segja, að þau mættu hvar- vetna andúð heima á íslandi, og ritdeilur spunnust út af þeim, svo að þau bökuðu Fjölni ærnar óvinsældir, enda fór svo, að Konráð hvarf aftur inn á hina breiðu slóð í stafsetning- unni, eins og síðustu árgangar Fjölnis sýna. Á meðan Tómasar Sæmunds- sonar naut við, var hann drif- fjöðrin í útgáfu Fjölnis, en þeir þrímenningarnir í Höfn gátu skamma stund lynt við hann, enda þótt hann væri heima á íslandi, en ekki var Tómas þar einan um að saka, og er

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.