Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 44

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 44
42 FÉLAGSBRÉP létt um að skrifa, og vitað er, að hann hefur löng-um verið geysilegnr afkastamaður við . ritvélina. Hann er mælskur og hugmyndaríkur. Hug- myndimar sækja svo ört að honum, að hann hefur varla við að koma þeim á pappírinn. ímyndunarafl hans „býr í skyndi / skrípitröll, skjald- meyjar / og skóga hugmynda", eins og Bjarni Thor. segir um Odd Hjalta- lín. En slíkir menn mega líka gæta þess að gefa ekki mælginni lausan tauminn. Það er rithöfundi mikils virði að kunna að strika út á réttan hátt, en það kostar þjálfun og sjálfs- afneitun. * Indriði G. Þorsteinsson hefur ekki uppfyllt þær glæstu vonir, sem marg- ir gerðu sér um hann eftir útkomu skáldsögunnar „79 af stöðinni", og má vera, að það hafi orðið honum til ills, að hann var þá ofmetinn og auglýstur um of. Má sjá á tilvitn- unum í ritdóma um þá bók, að heldur var þá þykkt smurt ... „Bygging sögunnar er meistaraverk .. . frum- leg og afburðagóð ... bezt byggða skáldsaga, sem komið hefur út á Is- landi á ritöld hinni nýju .. . með fremstu skáldsagnahöfundum okkar ... meistaraverk að byggingu, bráð- snjöll að máli og stíl ... yljuð djúpri samúð og lífsskilningi". Sá maður má sannarlega ekki vera neinn veifiskati, sem á að rísa undir slíku lofi, sem „fer með him- inskautum" eins og konungalof dróttkvæðaskáldanna. Síðasta bók þessa efnilega höf- undar — því það er hann sannar- lega, — kom út í fyrra: Þeir, sem guðimir elska. f undirtitli stendur: Stuttar sögur, og er það réttnefni, að öðru leyti en því, að sumt af þessu er alls ekki sögur, heldur blaða- greinar, að mestu í samtalsformi þó. Höfundi virðist vera þetta ljóst, því að hann raðar sögunum að nokkru leyti eftir gæðum: setur tvo léleg- ustu þættina fyrst, en beztu söguna seinast, eins og krakki, sem geymir sér bezta bitann, þangað til allt ann- að er búið af diskinum. Indriða hefði verið hollara að fresta útgáfu bók- arinnar um nokkurt skeið og sleppa því, sem lakast er í þessari bók. Höfundur er blaðamaður, og oft er það svo, að stutt er milli góðrar blaðamennsku og skáldskapar. En það er hrapallegt ósamræmi, að ekki sé sagt smekkleysi, að taka óvaldar blaðagreinar og troða þeim inn í smásagnasafn, þar sem listaverk eru innan um. Slíka hroðvirkni á alls ekki að fyrirgefa rithöfundum. Fyrsti þátturinn heitir: Á friðar- tímum, og er viðtal við verksmiðju- höld útlendan og vottar þar ekki fyrir skáldskap. Samtalið er fram úr hófi lágkúrulegt; skal tekið dæmi til sönnunar: — Mér ieizt vel á mig á f slandi. — Þakka yður fyrir. Sumir segja landið sé heldur bert og of kalt. — Það er kannski satt; mér fannst það stórbrotið. — Það er nokkuð hrikalegt eins og önnur fjallalönd. — Er ekki enn mikil atvinna vegna varnarliðsins. — Jú, og við berjumst að sjálf- sögðu við verðbólgu eins og aðrir. — Hvernig er sambúðin.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.