Félagsbréf - 01.10.1958, Page 16

Félagsbréf - 01.10.1958, Page 16
14 PÉLAGSBRÉP liggur beinast við. Geturðu ekki fengið náttúrufræðingana við háskólann (Forschammer o. s. frv.) á það mál? Viltu ekki gera þetta? Og ef svo er, hvað kem- ur þá til þess? Skólastjórnin er þoka og lætur undan, ef á er hlaupið. Aldrei held eg samt það verði gert neitt við þessar bænarskrár, sem henni hafa verið sendar. Þeir þykjast vera í mestu vandræðum — fyrst Scheving hafi ekki sótt — hvort þeir eigi að gjöra séra Helga1 eða Sveinbjöm Egilsson að rek- tor. Er það ekki dæmafátt? Skólinn ætti sjálfurað sækjaum að fá þig, ef þú fæst ekki með öðru móti — bæði kennarar og skólapiltar, eða að minnsta kosti kennararnir. En tíminn líður og ekkert rekur eða geng- ur. Hvað skal segja um prent- verkið. Ef eg væri heilskyggn skyldi eg bera mig að ná í það, þó eg sé ekki vel til þess fall- inn. En alþing? „Eg þoli ekki þetta dott“. Vertu blessaður og skrifaðu mér sem fyrst. Skrif- aðu mér páskabréf. Ad urnam KonráS Gíslason. Nú verðurðu að fara yrkja undir afmælisdaginn hans 1 Helgi Thordersen síðar biskup. Brynjólfs. Hafðu blessaður komið í bindindisfélagið; betra verk verður ekki gert nú sem stendur. Þinn einlægur elskandi vin og skólabróðir K. Gislesen Spidsborger. Stundum getur gamanið í bréfum Konráðs komið inn á segulsvið Roðasteinsins, t. d. skrifar hann Jónasi þetta 9. marz 1844: Nú slæ eg hér í botninn, svo mælandi viður þetta bréf: „sofðu nú hérna lagsmaður"! En meðal annarra orða: Þor- irðu að vera svona upp í sveit öllu lengur í senn? Ertu ekki hræddur um, þú verðir séi*vit- ur ? Margt er líkt með skyldum: Heine er í Parísarborg, og er hræddur um, að hann verði veikur, en þú ert á Saurum, og ert hræddur um þú verðir sér- vitur. Hvað sem því líður, þá er gott þú verður ekki áttavilt- ur á milli brjóstanna á henni þarna með himnabrjóstin. Þessa jómfrú Jessen frá Slag- else eða einhverjum öðrum stað, er eins og eg hafi þekkt, þegar eg var í Paradís, anna- hvort sjálfa eða annað exempl- ar jafngott; en þá vissu brjóst- in á systur hennar hvorki norð-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.