Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉP Þegar Jónas Hallgrímsson andaðist, missti Konráð hjart- fólgnasta vin sinn, en þungbær- ari harmar biðu hans á næsta ári. Sama vorið og Jónas dó flutti Konráð til ekkju nokk- urrar í Klausturstræti í Kaup- mannahöfn. Hjá ekkjunni var þá systir hennar ung og fríð sýnum. Þau Konráð felldu hugi saman og hétu hvort öðru eig- inorði. Vorið 1846 var Konráði veitt kennaraembætti við Lærða skólann í Reykjavík. En um svipað leyti veiktist unnusta hans og dó. Konráð tók and- lát hennar svo nærri sér, að hann varð ekki mönnum sinn- andi. Það varð ráð vina hans að senda hann í ferðalag suður um Þýzkaland og þaðan skrif- ar Konráð gömlum tryggðavini sínum og skólabróður, sr. Stef- áni Þorvaldssyni, og rekur raunir sínar. Bréfið er skrif- að í Berlín, dagsett 14. sept. 1846. Hér á eftir kemur nokk- ur hluti þess. Hjartkæri elskulegi vinur minn! Eg er nú þreyttur á að rejma að hafa ofan af fyrir mér méð öllu móti. Það er með öðrum orðum: á því að reyna til að flýja fyrir sjálfum mér. Guð gæfi, að eg hefði þig hjá mér, elskulegi Stefán minn, svo eg gæti notið allra þeirra hugg- unarorða, sem vinátta þín til mín léti þér verða af munni. Eg hef nú reynt hvort tveggja: bæði hvað lífið getur verið óum- ræðilega sælt og hvað það getur verið óumræðilega ófarsælt. Mér er ekki tamt að gráta (nema við hlið unnustu minn- ar, meðan hún lifði), en eg get nú með öngu móti tára bund- izt, þegar eg hugsa eða skrifa um ástand mitt — og þessi tár hafa haldið við lífi mínu allt að þessu; en líf mitt er nú einskis vert; ekkert gleður mig, allt er mér tómt og dautt. Ef það væri ekki skylda mín að lifa, vegna hins og þessa, sem eg hef tekizt á hendur, hefði eg samt varla látið dauða minn dragast svo lengi; en það er ódrengilegt að enda ekki lof- orð sín, ef maður getur það með nokkru móti. Það aftrar mér frá að yfirgefa lífið og hitt annað, að hvað óumræðilega sár sem endurminningin er, þá get eg þó ekki verið án hennar; en eg er hræddur um, að þeg- ar dauðinn kemur þá sé allri endurminningu lokið. Eg hef ævinlega verið veikur að trúa, bæði á guð og ódauðleikann,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.